Bíll sem gengur fyrir saltvatni Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 09:59 Ef til vill er framtíð bílasmíði fólgin í þessum tilraunabíl sem gengur fyrir saltvatni. Hann er í raun rafmagnsbíll sem fær rafmagn úr fljótandi lithium-sulfur rafhlöðum sem fær afl úr fljótandi blöndu af saltvatni sem virkjuð er með nanotækni. Drægni bílsins er 320-480 kílómetrar og ekki kostar mikið að fylla bílinn aftur af saltvatni. Bíllinn er mjög öflugur og er með 227 hestafla rafmótar við hvert hjól og því getur hann orkað 908 hestöfl, en afl hans er takmarkað við 644 hestöfl. Sú tegund rafhlaða sem bíllinn fær afl frá eru kölluð flæðandi rafhlöður og fékk NASA einkaleyfi á þeim árið 1976. Sænski bílasmiðurinn og uppfinnangamaðurinn Koenigsegg hefur unnið að þróun þessa bíls en svo virðist sem að áframhaldandi þróun hans komi nú fleiri aðilar og standa prófanir nú yfir á honum í þýsku borginni München áður en að fjöldaframleiðslu hans kemur. Tilraunabíllinn hefur fengið nafnið Quant og er hann gerður úr garði sem hreinræktaður sportbíll og með vængjahurðum. Innrétting hans er einkar fögur og ríkuleg og mikið virðist mikið lagt í allan frágang hans. Afar listrænt myndskeið um bílinn má sjá hér að ofan.Ekkert smá flott innrétting í Quant.Afar fríður bíll og sportlegur. Bílar video Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Ef til vill er framtíð bílasmíði fólgin í þessum tilraunabíl sem gengur fyrir saltvatni. Hann er í raun rafmagnsbíll sem fær rafmagn úr fljótandi lithium-sulfur rafhlöðum sem fær afl úr fljótandi blöndu af saltvatni sem virkjuð er með nanotækni. Drægni bílsins er 320-480 kílómetrar og ekki kostar mikið að fylla bílinn aftur af saltvatni. Bíllinn er mjög öflugur og er með 227 hestafla rafmótar við hvert hjól og því getur hann orkað 908 hestöfl, en afl hans er takmarkað við 644 hestöfl. Sú tegund rafhlaða sem bíllinn fær afl frá eru kölluð flæðandi rafhlöður og fékk NASA einkaleyfi á þeim árið 1976. Sænski bílasmiðurinn og uppfinnangamaðurinn Koenigsegg hefur unnið að þróun þessa bíls en svo virðist sem að áframhaldandi þróun hans komi nú fleiri aðilar og standa prófanir nú yfir á honum í þýsku borginni München áður en að fjöldaframleiðslu hans kemur. Tilraunabíllinn hefur fengið nafnið Quant og er hann gerður úr garði sem hreinræktaður sportbíll og með vængjahurðum. Innrétting hans er einkar fögur og ríkuleg og mikið virðist mikið lagt í allan frágang hans. Afar listrænt myndskeið um bílinn má sjá hér að ofan.Ekkert smá flott innrétting í Quant.Afar fríður bíll og sportlegur.
Bílar video Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent