Totti: Hef enn margt fram að færa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2014 15:45 Totti hefur spilað með Roma í rúma tvo áratugi. Vísir/Getty Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira