Vígja á veggmyndir Ragnars Kjartanssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2014 13:10 Nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. visir/gva/aðsent Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu veggmynda eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson vígir verkin. Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur m.a. haldið einkasýningar í New Museum í New York, nútímalistasafninu Thyssen-Bornemisza í Vín og Migros safninu í Zurich. Þá var hann fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2009. Vegglistahópur frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs samanstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg. Verkin eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu. Um er að ræða fimm stórar veggmyndir eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir ungmennin úr Miðbergi. Verk Theresu Himmer var afhjúpað síðasta haust á húsgafli við Jórufell, í sumar var verk Söru Riel afhjúpað á fjölbýlishúsi við Asparfell og nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. Keramikmynd eftir Erró verður síðar sett á vegg við íþróttahúsið við Austurberg Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu veggmynda eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson vígir verkin. Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur m.a. haldið einkasýningar í New Museum í New York, nútímalistasafninu Thyssen-Bornemisza í Vín og Migros safninu í Zurich. Þá var hann fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2009. Vegglistahópur frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs samanstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg. Verkin eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu. Um er að ræða fimm stórar veggmyndir eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir ungmennin úr Miðbergi. Verk Theresu Himmer var afhjúpað síðasta haust á húsgafli við Jórufell, í sumar var verk Söru Riel afhjúpað á fjölbýlishúsi við Asparfell og nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. Keramikmynd eftir Erró verður síðar sett á vegg við íþróttahúsið við Austurberg
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira