Sport

Wozniacki ekki í vandræðum með Errani

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sú danska komst örugglega í undanúrslitin.
Sú danska komst örugglega í undanúrslitin. Vísir/Getty
Caroline Wozniacki frá Danmörku er komin í undanúrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir öruggan sigur á hinni ítölsku Söru Errani, 6-0 og 6-1.

Í undanúrslitunum mætir Wozniacki Peng Shuai frá Kína. Peng tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að leggja hina 17 ára gömlu Belindu Bencic frá Sviss í fjórðungsúrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem Peng kemst í undanúrslit á stórmóti.

Í dag kemur það svo í ljós hverjar mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þá mætast annars vegar Serena Williams, sem situr í efsta sæti heimslistans, og Flavia Pennetta og hins vegar Victoria Azarenka og Ekaterina Makarova.

Federer mætir Gaël Monfils í átta-manna úrslitum.Vísir/Getty
Það er einnig ljóst hverjir mætast í átta-manna úrslitum í karlaflokki á Opna bandaríska.

Stærsta leikurinn í átta-manna úrslitum er án vafa stórslagur Novaks Djokovic og Andys Murray, en þeir mættust í úrslitum Opna bandaríska fyrir tveimur árum.

Í hinum viðureignunum mætast Stan Wawrinka frá Sviss og Japaninn Kei Nishikori, Tékkinn Tomáš Berdych og Marin Čilić frá Króatíu, og Gaël Monfils frá Frakklandi og Svisslendingurinn Roger Federer.

Undanúrslit í kvennaflokki:

Caroline Wozniacki - Peng Shuai

Serena Williams/Flavia Pennetta - Victoria Azarenka/Ekaterina Makarova

Átta-manna úrslit í karlaflokki:

Novak Djokovic - Andy Murray

Stan Wawrinka - Kei Nishikori

Tomáš Berdych - Marin Čilić

Gaël Monfils - Roger Federer


Tengdar fréttir

Wozniacki skellti Sharapovu

Fyrrum unnusta kylfingsins Rory McIlroy, Caroline Wozniacki, blómstrar á vellinum líkt og Rory eftir skilnaðinn.

Murray og Djokovic mætast

Andy Murray og Novak Djokovic mætast í átta-manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Nadal verður ekki með á opna bandaríska

Spænski tenniskappinn sem er ríkjandi meistari tilkynnti á Facebook-síðu sinni að hann gæti ekki tekið þátt í opna bandaríska meistaramótinu að þessu sinni vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×