„Við ættum að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2014 15:03 Pétur Ben spilar á Airwaves í ár ásamt fjölda annarra íslenskra tónlistarmanna Vísir/Anton Brink „Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben. Airwaves Tónlist Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben.
Airwaves Tónlist Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira