Formúla 1

Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
F14t bíllinn hefur valdið Ferrari vonbrigðum.
F14t bíllinn hefur valdið Ferrari vonbrigðum. Vísir/Getty
Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki.

Eftir brotthvörf fyrrum liðsstjóra Stefano Domenicali og yfirvélfræðingsins, Luca Marmoni hefur James Allison, tæknistjóri hlotið veigameira hlutverk. Marco Mattiacci, núverandi liðsstjóri bindur miklar vonir við Allison.

Bíll næsta árs verður fyrsti bíllinn sem hinn breksi Allison annar fyrir Ferrari. Hann hefur þegar sagt að hann verði allt öðruvísi en núverandi keppnisbíll.

„Það þarf að bæta hvern einasta hluta bílsins til að hann verði samkeppnishæfari á næsta ári,“ sagði Allison.

Hann sagði einnig að vélin veði uppfærð mikið. Hann hefur ekki áhyggjur af því að breytingabannið á vélunum yfir tímabilið hafi áhrif á hæfni Ferrari til að bæta sína vél. Reglurnar heimila þó aðeins 48% breytingu á vélunum.

„Okkar vandi felst ekki í reglunum, heldur tímanum sem tekur að loka þessu mikla bili,“ sagði Allison.

„Ég veit ekki hvort við getum lokað bilinu á einu ári,“ bætti Bretinn við. 


Tengdar fréttir

Ætlar McLaren að yngja upp?

McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun.

Alonso verður áfram hjá Ferrari

Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari.

Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu?

Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni?

Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi

Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton.

Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni

Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×