Fótbolti

Rúmlega 8000 miðar seldir á landsleikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tólfan verður á sínum stað.
Tólfan verður á sínum stað. Vísir/Andri Marinó
Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, staðfesti við fréttastofu 365 í hádeginu að það væru rúmlega 8000 miðar seldir á leik Íslands og Tyrklands á morgun.

Mikil eftirvænting er fyrir leiknum en um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2016.

Alls eru 9800 sæti í boði á Laugardalsvelli og má því búast við að uppselt verði á leikinn en flautað verður til leiks klukkan 18:45 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×