Toyota RAV4 slær við Honda CR-V í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 14:15 Toyota RAV4. Sala jepplinga í Bandaríkjunum er gríðarmikil og var sala þeirra 22% meiri nú í ágúst en í ágúst í fyrra. Síðustu ár hefur Honda CR-V verið söluhæsti jepplingurinn vestanhafs og í fyrra seldust meira en 300.000 bílar þar af þeirri einu gerð. Í fyrsta skipti gerðist það þó í nýliðnum ágústmánuði að Toyota RAV4 jepplingurinn seldist í fleiri eintökum en Honda CR-V. Toyota RAV4 seldist í 35.614 eintökum en 34.079 Honda CR-V bílar seldust í ágúst. Söluhæsti bíllinn í þessum flokki ef árið allt er skoðað er engu að síður Honda CR-V og víst má telja að hann verði það til loka árs. Á árinu hafa selst 217.293 Honda CR-V en 179.345 Toyota RAV4 bílar. Af Ford Escape hafa selst 208.444 bílar en 28.996 slíkir seldust í ágúst. Nissan Qashqai náði 4. sætinu með 21.419 selda bíla í ágúst og í því fimmta var Chevrolet Equinox, en af honum seldust 21.387 eintök. Sala þessara 5 bílgerða í heild á árinu er 909.960 bílar, eða ríflega hundrað sinnum fleiri bílar en selst hafa á Íslandi af öllum nýjum bílum það sem af er ári. Fleiri eintök af Toyota RAV4 seldust í Bandaríkjunum í ágúst en heildarsala nýrra bíla á Íslandi síðastliðin 6 ár. Í næstu sætum á eftir söluhæstu 5 jepplingunum komu svo Jeep Cherokee (18.674), Subaru Forester (16.432), Mazda CX-5 (10.709), GMC Terrain (9.680) og Jeep Patriot (9.120).Honda CR-V missti fyrsta sætið í sölu í ágúst til Toyota RAV4. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Sala jepplinga í Bandaríkjunum er gríðarmikil og var sala þeirra 22% meiri nú í ágúst en í ágúst í fyrra. Síðustu ár hefur Honda CR-V verið söluhæsti jepplingurinn vestanhafs og í fyrra seldust meira en 300.000 bílar þar af þeirri einu gerð. Í fyrsta skipti gerðist það þó í nýliðnum ágústmánuði að Toyota RAV4 jepplingurinn seldist í fleiri eintökum en Honda CR-V. Toyota RAV4 seldist í 35.614 eintökum en 34.079 Honda CR-V bílar seldust í ágúst. Söluhæsti bíllinn í þessum flokki ef árið allt er skoðað er engu að síður Honda CR-V og víst má telja að hann verði það til loka árs. Á árinu hafa selst 217.293 Honda CR-V en 179.345 Toyota RAV4 bílar. Af Ford Escape hafa selst 208.444 bílar en 28.996 slíkir seldust í ágúst. Nissan Qashqai náði 4. sætinu með 21.419 selda bíla í ágúst og í því fimmta var Chevrolet Equinox, en af honum seldust 21.387 eintök. Sala þessara 5 bílgerða í heild á árinu er 909.960 bílar, eða ríflega hundrað sinnum fleiri bílar en selst hafa á Íslandi af öllum nýjum bílum það sem af er ári. Fleiri eintök af Toyota RAV4 seldust í Bandaríkjunum í ágúst en heildarsala nýrra bíla á Íslandi síðastliðin 6 ár. Í næstu sætum á eftir söluhæstu 5 jepplingunum komu svo Jeep Cherokee (18.674), Subaru Forester (16.432), Mazda CX-5 (10.709), GMC Terrain (9.680) og Jeep Patriot (9.120).Honda CR-V missti fyrsta sætið í sölu í ágúst til Toyota RAV4.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent