Hvers er að vænta af Apple? Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2014 11:57 Vísir/AFP Fyrir kynningar sínar hefur Apple lagt upp með að lítið sem ekkert sé vitað um hvaða vörur líti dagsins ljós, né þá nánari upplýsingar um þær vörur. Að þessu sinni hefur fjöldinn allur af upplýsingum verið lekið úr búðum fyrirtækisins og gert er ráð fyrir að lítið muni koma á óvart. Á vef Guardian segir að það sem fram komi á fundinum verði tveir nýir iPhone snjallsímar. Einn með 4,7 tommu skjá og annar með 5,5 tommu skjá. Að takkar verði á hlið símanna og að þeir muni bjóða upp á NFC greiðslumöguleika, sem gerir notendum kleyft að greiða fyrir vörur með símum sínum. Er það í fyrsta sinn sem Apple býður upp á þann möguleika. Þá segja þeir að snjallúr, eða armband verði kynnt til sögunnar en nokkuð víst sé að snjallúrið muni ekki koma á markaði fyrr en á næsta ári. Á vefnum CNet segir að orðrómar séu á reiki um að jafnvel verði nýr iPad kynntur og að farið verði nánar út í iOS 8, hið nýja stýrikerfi Apple. BBC sagði frá því í gær að Marc Newson, sem sé frægur úrahönnuður hafi nýverið ráðinn til starfa hjá Apple. Það hefur ýtt frekar undir þær sögusagnir að fyrirtækið ætli sér að sækja á snjallúramarkaðinn. Á vef Financial Times segir að væntingar fyrir snjallúr Apple hafi þegar haft töluverð áhrif á markaðinn. Að greinendur telji að fyrirtækið muni kollvelta markaðinum með komu sinni, eins og það gerði á snjallsímamarkaðinum á sínum tíma. Þar segir þó einnig að Apple sé ekki einungis að kynna nýjar vörur, heldur sé fyrirtækið að endurkynna fyrirtækið. Þetta er stærsti viðburður Apple frá því að Steve Jobs lést árið 2011. Kynning Apple hefst klukkan fimm í dag og hægt er að fygljast með henni á vef fyrirtækisins.Hér má sjá upplýsingar um nýju síma Apple sem lekið hafa úr búðum Apple.Vísir/GraphicNewsSamsung hefur misst markaðshlutdeild síðustu misseri og talið er að staða fyrirtækisins muni versna frekar með tilkomu nýrra tækja frá Apple.Vísir/GraphicNews Tengdar fréttir Apple kynnir iPhone 6 í dag Einnig er fastlega gert ráð fyrir því að Apple muni kynna nýjan snjallsíma sem og snjallúr eða armband sem geti meðal annars fylgst með heilsu notenda. 9. september 2014 07:31 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrir kynningar sínar hefur Apple lagt upp með að lítið sem ekkert sé vitað um hvaða vörur líti dagsins ljós, né þá nánari upplýsingar um þær vörur. Að þessu sinni hefur fjöldinn allur af upplýsingum verið lekið úr búðum fyrirtækisins og gert er ráð fyrir að lítið muni koma á óvart. Á vef Guardian segir að það sem fram komi á fundinum verði tveir nýir iPhone snjallsímar. Einn með 4,7 tommu skjá og annar með 5,5 tommu skjá. Að takkar verði á hlið símanna og að þeir muni bjóða upp á NFC greiðslumöguleika, sem gerir notendum kleyft að greiða fyrir vörur með símum sínum. Er það í fyrsta sinn sem Apple býður upp á þann möguleika. Þá segja þeir að snjallúr, eða armband verði kynnt til sögunnar en nokkuð víst sé að snjallúrið muni ekki koma á markaði fyrr en á næsta ári. Á vefnum CNet segir að orðrómar séu á reiki um að jafnvel verði nýr iPad kynntur og að farið verði nánar út í iOS 8, hið nýja stýrikerfi Apple. BBC sagði frá því í gær að Marc Newson, sem sé frægur úrahönnuður hafi nýverið ráðinn til starfa hjá Apple. Það hefur ýtt frekar undir þær sögusagnir að fyrirtækið ætli sér að sækja á snjallúramarkaðinn. Á vef Financial Times segir að væntingar fyrir snjallúr Apple hafi þegar haft töluverð áhrif á markaðinn. Að greinendur telji að fyrirtækið muni kollvelta markaðinum með komu sinni, eins og það gerði á snjallsímamarkaðinum á sínum tíma. Þar segir þó einnig að Apple sé ekki einungis að kynna nýjar vörur, heldur sé fyrirtækið að endurkynna fyrirtækið. Þetta er stærsti viðburður Apple frá því að Steve Jobs lést árið 2011. Kynning Apple hefst klukkan fimm í dag og hægt er að fygljast með henni á vef fyrirtækisins.Hér má sjá upplýsingar um nýju síma Apple sem lekið hafa úr búðum Apple.Vísir/GraphicNewsSamsung hefur misst markaðshlutdeild síðustu misseri og talið er að staða fyrirtækisins muni versna frekar með tilkomu nýrra tækja frá Apple.Vísir/GraphicNews
Tengdar fréttir Apple kynnir iPhone 6 í dag Einnig er fastlega gert ráð fyrir því að Apple muni kynna nýjan snjallsíma sem og snjallúr eða armband sem geti meðal annars fylgst með heilsu notenda. 9. september 2014 07:31 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple kynnir iPhone 6 í dag Einnig er fastlega gert ráð fyrir því að Apple muni kynna nýjan snjallsíma sem og snjallúr eða armband sem geti meðal annars fylgst með heilsu notenda. 9. september 2014 07:31