Michael Schumacher, einn besti ökuþór allra tíma, hefur yfirgefið spítalann í Lausanne í Sviss til þess að halda áfram endurhæfingunni á heimili sínu.
Schumacher slasaðist alvarlega á höfði á skíðum í frönsku ölpunum þann 29. desember síðastliðinn og var hann í dái á spítala í Frakklandi í marga mánuði.
Eftir að hann vaknaði úr dáinu var ákveðið að færa hann á spítala nær heimili hans í Sviss og hefur hann eytt undanförnum mánuðum á spítala í Lausanne.
Talskona Schumacher, Sabine Kehm, staðfesti að hann væri á leiðinni heim til þess að halda áfram endurhæfingunni en minnti á að það væri enn langur vegur eftir.
„Hann mun halda áfram endurhæfingunni heima hjá sér. Við höfum náð góðum árangri undanfarnar vikur en það er mikið eftir í þessari baráttu.“