Ósáttur ljósmyndari náði sér niðri á Courtney Love Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 17:00 Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum. Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum.
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira