6 leiðir til betri samskipta Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Samskipti eru nauðsynlegur þáttur þess að lifa í samfélagi fólks og skipta flesta miklu máli. Góð samskipti þarfnast þó þjálfunar og geta eflaust margir gert betur á því sviði. Bros, hlýja og skilningur geta skipt sköpum fyrir líðan fólksins í kringum okkur og góð samskipti stuðla að betri líðan fyrir okkur sjálf og þá sem okkur eru næstir. Hér koma 5 atriði sem gott er að hafa í huga þegar við erum í nánum samskiptum við annað fólk.1. Hugaðu að líkamstjáningu þinniÞað er hægt að lesa ýmislegt í líkamstjáningu fólks. Krosslagðar hendur gefa til dæms ekki til kynna að þú hafir mikinn áhuga á að eiga í opnum samræðum. Slepptu því að ranghvolfa augunum og gera eitthvað annað á meðan hin manneskjan talar við þig. Láttu símann frá þér og einbeittu þér að samtalinu.2. Tónninn skiptir máli Það skiptir ekki bara máli hvað þú segir, heldur skiptir það jafn miklu máli hvernig þú segir það. Hafðu það í huga þegar þú átt samskipti við fólk í hvaða tón þú segir hlutina.3. Spurðu spurningaÞað geta allir lent í því að detta út og byrja að hugsa um eitthvað annað þegar aðrir tala. Þá hjálpar að spyrja spurninga, endurtaka og umorða það sem hin aðilinn segir. Þá kemuru í veg fyrir misskiling og sýnir þeim sem þú talar við að þú hafir áhuga á því sem hann segir.4. Settu þig í spor annarra Það þarf tvo til þess að eiga samskipti og fólk upplifir atburði á mismunandi hátt. Tjáðu hinni manneskjunni þína upplifun en hlustaðu líka á hennar upplifun og reyndu að sjá öll mál frá annari sjónarhlið en þinni eigin. Fólk kann að meta það í samskiptum þegar því er sýnd samkennd og samúð. Reyndu því að setja þig í spor annarra, það hjálpar þér að skilja hvað hin manneskjan er að ganga í gegnum og það líður öllum betur þegar þeim er sýndur skilningur.5. Horfðu í augun á fólkiHvort sem þú ert að eiga í nánum samskiptum eða tala við hóp fólks skiptir augnsamband miklu máli. Það sýnir fólki að þú hafir áhuga á því sem það er að segja þegar það talar og hjálpar þér að vekja áhuga annara þegar þú talar.6. Hlustaðu, virkilega hlustaðuÞað besta sem þú getur gert fyrir bætt samskipti er að hlusta á hinn aðilann. Sýndu áhuga og veittu manneskjunni alla þína athygli. Reyndu að forðast það að trufla eða tala ofan í þann sem talar. Það getur verið erfitt að temja sér að vera góður hlustandi en það borgar sig oftast. Fólk kann að meta það þegar það fær að tjá sig óáreitt og fær þá athygli og virðingu sem það á skilið. Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Samskipti eru nauðsynlegur þáttur þess að lifa í samfélagi fólks og skipta flesta miklu máli. Góð samskipti þarfnast þó þjálfunar og geta eflaust margir gert betur á því sviði. Bros, hlýja og skilningur geta skipt sköpum fyrir líðan fólksins í kringum okkur og góð samskipti stuðla að betri líðan fyrir okkur sjálf og þá sem okkur eru næstir. Hér koma 5 atriði sem gott er að hafa í huga þegar við erum í nánum samskiptum við annað fólk.1. Hugaðu að líkamstjáningu þinniÞað er hægt að lesa ýmislegt í líkamstjáningu fólks. Krosslagðar hendur gefa til dæms ekki til kynna að þú hafir mikinn áhuga á að eiga í opnum samræðum. Slepptu því að ranghvolfa augunum og gera eitthvað annað á meðan hin manneskjan talar við þig. Láttu símann frá þér og einbeittu þér að samtalinu.2. Tónninn skiptir máli Það skiptir ekki bara máli hvað þú segir, heldur skiptir það jafn miklu máli hvernig þú segir það. Hafðu það í huga þegar þú átt samskipti við fólk í hvaða tón þú segir hlutina.3. Spurðu spurningaÞað geta allir lent í því að detta út og byrja að hugsa um eitthvað annað þegar aðrir tala. Þá hjálpar að spyrja spurninga, endurtaka og umorða það sem hin aðilinn segir. Þá kemuru í veg fyrir misskiling og sýnir þeim sem þú talar við að þú hafir áhuga á því sem hann segir.4. Settu þig í spor annarra Það þarf tvo til þess að eiga samskipti og fólk upplifir atburði á mismunandi hátt. Tjáðu hinni manneskjunni þína upplifun en hlustaðu líka á hennar upplifun og reyndu að sjá öll mál frá annari sjónarhlið en þinni eigin. Fólk kann að meta það í samskiptum þegar því er sýnd samkennd og samúð. Reyndu því að setja þig í spor annarra, það hjálpar þér að skilja hvað hin manneskjan er að ganga í gegnum og það líður öllum betur þegar þeim er sýndur skilningur.5. Horfðu í augun á fólkiHvort sem þú ert að eiga í nánum samskiptum eða tala við hóp fólks skiptir augnsamband miklu máli. Það sýnir fólki að þú hafir áhuga á því sem það er að segja þegar það talar og hjálpar þér að vekja áhuga annara þegar þú talar.6. Hlustaðu, virkilega hlustaðuÞað besta sem þú getur gert fyrir bætt samskipti er að hlusta á hinn aðilann. Sýndu áhuga og veittu manneskjunni alla þína athygli. Reyndu að forðast það að trufla eða tala ofan í þann sem talar. Það getur verið erfitt að temja sér að vera góður hlustandi en það borgar sig oftast. Fólk kann að meta það þegar það fær að tjá sig óáreitt og fær þá athygli og virðingu sem það á skilið.
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira