Er agi ægilega leiðinlegur? Guðni Gunnarsson skrifar 1. september 2014 09:00 Mynd/Getty Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. Við berum óttablandna virðingu fyrir þeim einstaklingum sem okkur finnst vera agaðir – þeir hafa sjálfstjórn sem við bæði berum virðingu fyrir og öfundum. Og öfundin brýst oft út í því að við gerum lítið úr þeim sem eru agaðir með því að gefa í skyn að þeir kunni ekki að lifa – að þeir séu að neita sér um „lystisemdir lífsins“ og lifi eins konar meinlætalífi.Þannig viðbrögð fá flestir þegar þeir kljúfa sig frá hegðun hjarðarinnar, t.d. þegar þeir ákveða að neyta ekki áfengis eða breyta mataræðinu þannig að eftir er tekið. Samfélagslegar aðstæður geta hæglega farið að titra þegar allir eru samankomnir í venjulegri samneyslu og einn klýfur sig frá hópnum með því að hafa önnur viðbrögð og sýna aðra hegðun. Þeir sem eru mættir í veislu til að drekka sig fulla eiga erfitt með að umgangast þann sem neytir ekki áfengis, ekki síst þegar sá hinn sami hefur áður tekið þátt í drykkjunni. Sjálfur neyti ég ekki áfengis og hef upplifað þetta margoft á eigin skinni. Á tímabili fór ég reglulega í kokteilboð þar sem boðið var upp á margar tegundir af áfengum drykkjum. Þegar ég afþakkaði vínið eða bað um eitthvað óáfengt að drekka urðu margir til að hvá og spyrja: „Hva, drekkurðu ekki?“ Lengi vel varði ég orku til að útskýra og afsaka: „Ég er með ofnæmi.“ „Ég vil vera hress á morgun.“ En svo fann ég hið fullkomna svar – svar sem var bæði sannleikanum samkvæmt og virtist slökkva á frekari fyrirspurnum um áfengis- leysið: „Hva, drekkurðu ekki?“ „Nei,“ svaraði ég, „það er hjartað.“ Þetta virkaði enn betur þegar ég lagði hönd á hjartastað og var ábúðarfullur þegar ég svaraði. Ég lét það liggja á milli hluta að sumir héldu að ég væri með hjartasjúkdóm, en svarið var sannleikanum samkvæmt: „Ég neyti ekki áfengis því að hjartað mitt vill það ekki.“ Agi er því eitt af orðunum sem við þurfum að endurheimta og hreinsa af hinum venjubundna skilningi. Agi þýðir að segja satt, að heitbinda sig til einhvers, að mæta fyrir sig og aðra í það sem við höfum heitbundið okkur til að gera. Þegar við heitbindum okkur ferli velsældar styrkist það með hverju litlu skrefi, við verðum verðug og heimild okkar eykst jafnt og þétt. Agi þýðir að vera lofaður – að orð þitt er heilagt. Þegar þú hefur öðlast heimild til að lifa í velsæld geturðu beitt þig aga eins og aga á að beita – í kærleika. Þá ferðu ekki snemma í háttinn af því að þú ert að beita þig hörðu; ekki af því að þú verður að fara snemma að sofa! heldur vegna þess að þú skilur að allt snýst um orsök og afleiðingu og þegar þú ferð seint að sofa í kvöld þarftu að bera ábyrgð ef það leiðir til þreytu daginn eftir. Þú fagnar þessari ábyrgð en vælir ekki undan henni – þess vegna ferðu snemma að sofa með bros á vör. Hálfnuð er leið þá hafin er. En ... þegar við ákveðum í hjartanu að ganga inn á braut heilinda og láta af óræktinni þá koma púkarnir til með að verjast. Þeir eru vanir að hafa sitt fram og verjast með kjafti og klóm. Þetta eru tímamót; aftur og aftur stöndum við á krossgötum í lífinu, en það er sjaldgæft að menn stigi skrefið til fulls fyrr en sársaukinn er nægur til að erfiðara sé að snúa við en að ganga áfram, inn í ljósið. Sá sem stendur á svona krossgötum þarf að spyrja sig hvort hann vilji heyra sann- leikann, vilji segja sannleikann og lifa í sannleika. Það er sannleikurinn sem frelsar; sannleikurinn opnar fyrir hæsta mögulega styrk og gefur hjartanu fullt slagrými. Sá sem vill ekki gefa sig og sleppa tökunum forðast umgjörð eins og heitan eldinn. Inn á milli, í mikilli þjáningu, kann að hugsast að hann taki skref í átt að aukinni velsæld, en þar til hann hefur náð að segja „ég elska mig samt“ mun hann ekki öðlast frekari heimild til að sækja sér velsæld og því verður viðleitni hans aðeins fálmkennd og endaslepp. Því að við forðumst agann og umgjörðina um kraftaverkið eins og heitan eldinn – þar til við trúum því að við eigum það skilið. Við sleppum ekki tökunum á þjáningunni, refsingunni og álögunum og veljum ekki að stíga yfir þröskuld þjáningarinnar, inn í rými velsældar og kyrrðar, fyrr en við gerum það með heimild, af festu og aga, í ást. Kærleikur,Guðni Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. Við berum óttablandna virðingu fyrir þeim einstaklingum sem okkur finnst vera agaðir – þeir hafa sjálfstjórn sem við bæði berum virðingu fyrir og öfundum. Og öfundin brýst oft út í því að við gerum lítið úr þeim sem eru agaðir með því að gefa í skyn að þeir kunni ekki að lifa – að þeir séu að neita sér um „lystisemdir lífsins“ og lifi eins konar meinlætalífi.Þannig viðbrögð fá flestir þegar þeir kljúfa sig frá hegðun hjarðarinnar, t.d. þegar þeir ákveða að neyta ekki áfengis eða breyta mataræðinu þannig að eftir er tekið. Samfélagslegar aðstæður geta hæglega farið að titra þegar allir eru samankomnir í venjulegri samneyslu og einn klýfur sig frá hópnum með því að hafa önnur viðbrögð og sýna aðra hegðun. Þeir sem eru mættir í veislu til að drekka sig fulla eiga erfitt með að umgangast þann sem neytir ekki áfengis, ekki síst þegar sá hinn sami hefur áður tekið þátt í drykkjunni. Sjálfur neyti ég ekki áfengis og hef upplifað þetta margoft á eigin skinni. Á tímabili fór ég reglulega í kokteilboð þar sem boðið var upp á margar tegundir af áfengum drykkjum. Þegar ég afþakkaði vínið eða bað um eitthvað óáfengt að drekka urðu margir til að hvá og spyrja: „Hva, drekkurðu ekki?“ Lengi vel varði ég orku til að útskýra og afsaka: „Ég er með ofnæmi.“ „Ég vil vera hress á morgun.“ En svo fann ég hið fullkomna svar – svar sem var bæði sannleikanum samkvæmt og virtist slökkva á frekari fyrirspurnum um áfengis- leysið: „Hva, drekkurðu ekki?“ „Nei,“ svaraði ég, „það er hjartað.“ Þetta virkaði enn betur þegar ég lagði hönd á hjartastað og var ábúðarfullur þegar ég svaraði. Ég lét það liggja á milli hluta að sumir héldu að ég væri með hjartasjúkdóm, en svarið var sannleikanum samkvæmt: „Ég neyti ekki áfengis því að hjartað mitt vill það ekki.“ Agi er því eitt af orðunum sem við þurfum að endurheimta og hreinsa af hinum venjubundna skilningi. Agi þýðir að segja satt, að heitbinda sig til einhvers, að mæta fyrir sig og aðra í það sem við höfum heitbundið okkur til að gera. Þegar við heitbindum okkur ferli velsældar styrkist það með hverju litlu skrefi, við verðum verðug og heimild okkar eykst jafnt og þétt. Agi þýðir að vera lofaður – að orð þitt er heilagt. Þegar þú hefur öðlast heimild til að lifa í velsæld geturðu beitt þig aga eins og aga á að beita – í kærleika. Þá ferðu ekki snemma í háttinn af því að þú ert að beita þig hörðu; ekki af því að þú verður að fara snemma að sofa! heldur vegna þess að þú skilur að allt snýst um orsök og afleiðingu og þegar þú ferð seint að sofa í kvöld þarftu að bera ábyrgð ef það leiðir til þreytu daginn eftir. Þú fagnar þessari ábyrgð en vælir ekki undan henni – þess vegna ferðu snemma að sofa með bros á vör. Hálfnuð er leið þá hafin er. En ... þegar við ákveðum í hjartanu að ganga inn á braut heilinda og láta af óræktinni þá koma púkarnir til með að verjast. Þeir eru vanir að hafa sitt fram og verjast með kjafti og klóm. Þetta eru tímamót; aftur og aftur stöndum við á krossgötum í lífinu, en það er sjaldgæft að menn stigi skrefið til fulls fyrr en sársaukinn er nægur til að erfiðara sé að snúa við en að ganga áfram, inn í ljósið. Sá sem stendur á svona krossgötum þarf að spyrja sig hvort hann vilji heyra sann- leikann, vilji segja sannleikann og lifa í sannleika. Það er sannleikurinn sem frelsar; sannleikurinn opnar fyrir hæsta mögulega styrk og gefur hjartanu fullt slagrými. Sá sem vill ekki gefa sig og sleppa tökunum forðast umgjörð eins og heitan eldinn. Inn á milli, í mikilli þjáningu, kann að hugsast að hann taki skref í átt að aukinni velsæld, en þar til hann hefur náð að segja „ég elska mig samt“ mun hann ekki öðlast frekari heimild til að sækja sér velsæld og því verður viðleitni hans aðeins fálmkennd og endaslepp. Því að við forðumst agann og umgjörðina um kraftaverkið eins og heitan eldinn – þar til við trúum því að við eigum það skilið. Við sleppum ekki tökunum á þjáningunni, refsingunni og álögunum og veljum ekki að stíga yfir þröskuld þjáningarinnar, inn í rými velsældar og kyrrðar, fyrr en við gerum það með heimild, af festu og aga, í ást. Kærleikur,Guðni
Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira