„Ég er virkilega ánægður enda ekki annað hægt. Við náðum að skora þrjú mörk og tökum sigurinn með okkur heim,“ sagði Mateo Kovacic, króatíski miðjumaður Inter eftir leikinn.
„Við erum virkilega ánægðir með sigurinn en ég er viss um að við munum spila betur á heimavelli í seinni leik liðanna á miðvikudaginn og ná öðrum sigri.“
Kovacic var hrifinn af Stjörnuliðinu í kvöld.
„Þeir eru með gott lið sem getur leikið á marga vegu og eru afar duglegir, þetta er flott blanda en sem betur fer náðum við þremur mörkum.“
Tvö fyrstu mörk Inter komu á versta tíma fyrir Stjörnumenn, eitt undir lok fyrri hálfleiksins og eitt í upphafi seinni hálfleiksins.
„Það var mikilvægt að ná þessu mörkum. Við höfum sýnt það að við getum skorað mörk í öllum leikjum en við þurfum að spila betur heilt yfir,“ sagði Kovacic sem sagði að þeir hefðu undirbúið sig vel fyrir leikinn.
„Við skoðuðum þá nokkuð vel en við vorum alltaf að einblína á að við myndum bara leika okkar leik. Í dag náðum við því og flestir leikmennirnir léku vel en ég veit að við eigum helling inni,“ sagði Kovacic að lokum.
Kovacic: Stjarnan er með gott lið

Tengdar fréttir

Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband
Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter.

Mazzarri: Einvígið er ekki búið
Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið.

Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter
Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum.