Hvernig gat þetta endað vel? Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 11:13 Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil! Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent
Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil!
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent