Heilsubætandi áhrif þess að skola munninn með olíu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Vísir/Getty Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni. Heilsa Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið
Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni.
Heilsa Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið