Geordie Shore er bresk útgáfa af bandarísku þáttaröðinni Jersey Shore en báðir þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni MTV og eru geysilega vinsælir.
Einn þáttur af Geordie Shore var tekinn upp inni á skemmtistaðnum B5 í Bankastræti. Í myndbandinu sjást stjörnur þáttarins með íslenskum stúlkum og fer einn af strákunum úr þættinum inn á klósett staðarins ásamt einn dömu.
Strákarnir í þættinum tjá sig svo um íslenskar stúlkur og segja þær mikið fyrir að skemmta sér og að þær séu tilbúnar í skyndikynni. „Við vorum búnir að vera hérna í tíu mínútur þegar stúlkurnar byrjuðu að reyna að draga okkur inn á klósett,“ segir ein af stjörnum þáttarins.
Vísir fjallaði um heimsóknina í apríl og birti nokkur tíst af twitter og vísaði fyrirsögn fréttarinnar í eitt tístið sem var: „Eru stelpur í alvöru að hleypa þessum Geordie Shore gaurum upp á sig?“
Hér að neðan má sjá myndbandið af heimsókn Geordie Shore til Íslands.