BAC Mono tuskar til McLaren P1 á Silverstone Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 17:18 Hvað er grátlegra en að hafa fjárfest í einum dýrasta bíl heims sem á að drottna á akstursbrautum og tapa síðan fyrir bíl sem kostar sjöfalt minna. Það fékk þessi eigandi MacLaren P1 bíls að reyna um daginn á Silverstone brautinn frægu í Englandi. MacLaren P1 bíllinn er miklu aflmeiri og sýnir það á beinu köflunum og nánast stingur hinn smáa BAC Mono af þar en tapar henni jafnóðum niður er kemur að beygjum brautarinnar. Á endanum nær BAC Mono bíllinn að fara framúr MacLaren bílnum og sér hann ekki meira. BAC Mono bíllinn er alls ekki ódýr bíll og kostar um 18 milljónir í Bretlandi, en fyrir MacLaren P1 bílinn þarf að greiða 132 milljónir króna. Hann er 903 hestöfl, er sneggri en 3 sekúndur í hundraðið, kemst í 300 km hraða á innan við 17 sekúndum og er rafrænt takmarkaður við 350 km/klst hámarkshraða. Það dugar honum ekki þó til að fara kappakstursbrautina hér hraðar en BAC Mono. Það sést þó á meðfylgjandi myndskeiði að ökumaður BAC Mono bílsins þekkir betur til brautarinnar og er greinilega æfðari ökumaður, svo ekki er víst að þetta yrði niðurstaðan ef bílarnir stæðu jafnir hvað ökumenn varðar. BAC Mono er magnaður brautarbíll. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Hvað er grátlegra en að hafa fjárfest í einum dýrasta bíl heims sem á að drottna á akstursbrautum og tapa síðan fyrir bíl sem kostar sjöfalt minna. Það fékk þessi eigandi MacLaren P1 bíls að reyna um daginn á Silverstone brautinn frægu í Englandi. MacLaren P1 bíllinn er miklu aflmeiri og sýnir það á beinu köflunum og nánast stingur hinn smáa BAC Mono af þar en tapar henni jafnóðum niður er kemur að beygjum brautarinnar. Á endanum nær BAC Mono bíllinn að fara framúr MacLaren bílnum og sér hann ekki meira. BAC Mono bíllinn er alls ekki ódýr bíll og kostar um 18 milljónir í Bretlandi, en fyrir MacLaren P1 bílinn þarf að greiða 132 milljónir króna. Hann er 903 hestöfl, er sneggri en 3 sekúndur í hundraðið, kemst í 300 km hraða á innan við 17 sekúndum og er rafrænt takmarkaður við 350 km/klst hámarkshraða. Það dugar honum ekki þó til að fara kappakstursbrautina hér hraðar en BAC Mono. Það sést þó á meðfylgjandi myndskeiði að ökumaður BAC Mono bílsins þekkir betur til brautarinnar og er greinilega æfðari ökumaður, svo ekki er víst að þetta yrði niðurstaðan ef bílarnir stæðu jafnir hvað ökumenn varðar. BAC Mono er magnaður brautarbíll.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent