Leita að uppáhalds lagi Íslendinga Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 21:00 Nýr íslenskur tónlistar-, menningar- og skemmtiþáttur hefur sýningar á RÚV í október að nafni Óskalög þjóðarinnar. Ragnhildur Steinunn og Jón Ólafsson sjá um þáttinn. „Þetta eru átta þættir og fyrstu sjö þáttunum hefur verið skipt í tíu ára tímabil, frá 1944-2014. Þetta eru 70 ár af íslenskri tónlist en í hverjum þætti verða fimm lög frá hverjum áratug spiluð og sungin af hæfileikafólki,“ segir Jón. Þjóðarkosning um topp fimm lög hvers áratugar hefst á föstudaginn á ruv.is. „Lögin sem enda í þáttunum munu hafa verið valin af íslensku þjóðinni á vefnum. Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur, við viljum finna út hvaða lög eru hjartfólgnust Íslendingum, hvaða lög eru í mestu uppáhaldi,“ segir Jón. „Í áttunda þættinum verða síðan lögin sjö úr þáttunum á undan öll sungin og spiluð. Síðan mun þjóðin enn og aftur kjósa og þá sjáum við hvort það sé eitthvað eitt lag sem Íslendingum þykir vænna um en önnur.“ En á Jón sitt eigið uppáhalds íslenska lag? „Nei, ekkert eitt, þetta er alltof erfið spurning. En það kemur á daginn þegar maður fer að skoða þetta að við eigum gríðarlega mikið af flottum lögum og textum. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna en þeir þættir sem hafa verið tileinkaðir íslenskri tónlist í sjónvarpi hafa fengið gott áhorf, t.d. Af fingrum fram og Hljómskálinn." Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýr íslenskur tónlistar-, menningar- og skemmtiþáttur hefur sýningar á RÚV í október að nafni Óskalög þjóðarinnar. Ragnhildur Steinunn og Jón Ólafsson sjá um þáttinn. „Þetta eru átta þættir og fyrstu sjö þáttunum hefur verið skipt í tíu ára tímabil, frá 1944-2014. Þetta eru 70 ár af íslenskri tónlist en í hverjum þætti verða fimm lög frá hverjum áratug spiluð og sungin af hæfileikafólki,“ segir Jón. Þjóðarkosning um topp fimm lög hvers áratugar hefst á föstudaginn á ruv.is. „Lögin sem enda í þáttunum munu hafa verið valin af íslensku þjóðinni á vefnum. Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur, við viljum finna út hvaða lög eru hjartfólgnust Íslendingum, hvaða lög eru í mestu uppáhaldi,“ segir Jón. „Í áttunda þættinum verða síðan lögin sjö úr þáttunum á undan öll sungin og spiluð. Síðan mun þjóðin enn og aftur kjósa og þá sjáum við hvort það sé eitthvað eitt lag sem Íslendingum þykir vænna um en önnur.“ En á Jón sitt eigið uppáhalds íslenska lag? „Nei, ekkert eitt, þetta er alltof erfið spurning. En það kemur á daginn þegar maður fer að skoða þetta að við eigum gríðarlega mikið af flottum lögum og textum. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna en þeir þættir sem hafa verið tileinkaðir íslenskri tónlist í sjónvarpi hafa fengið gott áhorf, t.d. Af fingrum fram og Hljómskálinn."
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira