Tölva á typpinu sigga dögg kynfræðingur skrifar 13. ágúst 2014 11:00 Ef þú ert að reyna koma þér í form þá máttu ekki gleyma að samfarir geta verið ágætis þolæfing Vísir/Getty Það er svo gaman að sjá hvaða vörur fólki dettur í hug að framleiða. Nýjasta nýtt er typpahringurinn, SexFit, sem þú smellir utan um liminn fyrir samfarir. Hringurinn heldur utan um tölfræðilegar upplýsingar líkt og hversu oft þú ferð inn-út og hversu mörgum hitaeiningum þú brennir á meðan á herlegheitunum stendur. Nú er ekki búið að framleiða hann ennþá, þetta er enn á vinnslustigi en ég á typpahring sem einmitt mælir fjölda inn-út. Frekar tilgangslausar upplýsingar en engu að síður áhugaverðar. Yfirleitt einblína rannsóknir á tíðni samfara en ekki tíðni og hraða typpis í samförum. Það sem ég rek sérstaklega augun í við svona vöruþróun er hversu mikil áhersla er enn lögð á inn-út samfarir og þá á hraða og úthald. Meðaltími samfara er þrjár til sjö mínútur og þá er fólk oftar enn ekki að blanda saman hægum hreyfingum og hröðum. Samfarir sem sérstakt hitaeiningabrennsluform er því ekki sérlega vænlegt ef þessi tölfræði á við þig.Allar helstu upplýsingarnar um Sex FitMynd/SkjáskotEf þú hins vegar sérð fyrir þér að þetta gæti verið mikilvægur hvati fyrir þig að koma þér í form þá gæti þessi græja verið einmitt það sem þig vantar. Auk þess að skrá niður tölfræðina þá sendir græjan upplýsingarnar beint í app í símanum sem svo er hægt að deila á meðal vina þinna. Enn og aftur, ég get ekki sagt það nægjanlega oft að inn-út er ekki mælikvarði á kynferðislega ánægju, hvorki þíns né kynlífsfélagans. Það að deila slíkum upplýsingum gætu einnig valdi gremju bólfélagans og því vissara að fá leyfi áður en þú setur þetta sem status á facebook. Hringurinn lýsist einnig upp og víbrar. Partíið er því rétt að byrja og ef þú elskar tölfræði, líkamsrækt og samfarir þá er um að gera að setja þetta á jólagjafalistann. Heilsa Lífið Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Breyttist allt við að sjá skilaboðin: „Ég er dóttir þín“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið
Það er svo gaman að sjá hvaða vörur fólki dettur í hug að framleiða. Nýjasta nýtt er typpahringurinn, SexFit, sem þú smellir utan um liminn fyrir samfarir. Hringurinn heldur utan um tölfræðilegar upplýsingar líkt og hversu oft þú ferð inn-út og hversu mörgum hitaeiningum þú brennir á meðan á herlegheitunum stendur. Nú er ekki búið að framleiða hann ennþá, þetta er enn á vinnslustigi en ég á typpahring sem einmitt mælir fjölda inn-út. Frekar tilgangslausar upplýsingar en engu að síður áhugaverðar. Yfirleitt einblína rannsóknir á tíðni samfara en ekki tíðni og hraða typpis í samförum. Það sem ég rek sérstaklega augun í við svona vöruþróun er hversu mikil áhersla er enn lögð á inn-út samfarir og þá á hraða og úthald. Meðaltími samfara er þrjár til sjö mínútur og þá er fólk oftar enn ekki að blanda saman hægum hreyfingum og hröðum. Samfarir sem sérstakt hitaeiningabrennsluform er því ekki sérlega vænlegt ef þessi tölfræði á við þig.Allar helstu upplýsingarnar um Sex FitMynd/SkjáskotEf þú hins vegar sérð fyrir þér að þetta gæti verið mikilvægur hvati fyrir þig að koma þér í form þá gæti þessi græja verið einmitt það sem þig vantar. Auk þess að skrá niður tölfræðina þá sendir græjan upplýsingarnar beint í app í símanum sem svo er hægt að deila á meðal vina þinna. Enn og aftur, ég get ekki sagt það nægjanlega oft að inn-út er ekki mælikvarði á kynferðislega ánægju, hvorki þíns né kynlífsfélagans. Það að deila slíkum upplýsingum gætu einnig valdi gremju bólfélagans og því vissara að fá leyfi áður en þú setur þetta sem status á facebook. Hringurinn lýsist einnig upp og víbrar. Partíið er því rétt að byrja og ef þú elskar tölfræði, líkamsrækt og samfarir þá er um að gera að setja þetta á jólagjafalistann.
Heilsa Lífið Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Breyttist allt við að sjá skilaboðin: „Ég er dóttir þín“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið