Fegurð allskonar líkama sigga dögg kynfræðingur skrifar 14. ágúst 2014 14:00 Það er tímabært að fagna fjölbreytileika líkamsgerða og lögunnar Mynd/Getty Nýlega tók ég ljósmyndir af kynfærum tuttugu einstaklinga til að sýna fjölbreytileika kynfæranna og að það sé ekki til neitt sem heitir „fullkomið“. Það er mikilvægt að brjóta upp staðalímyndir tengdum líkamsímyndum því alltof margir rogast með skömm um líkama sinn og eyða miklum tíma og orku í að líða illa útaf lögun hans. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hefur óraunhæfa mynd af líkama sínum og meta hann oftar sem stærri heldur en raunverulega er. Lykilinn í þessu er að skynjun okkar á líkamanum er brengluð og má það meðal annars skýra af því sem oft ber fyrir augu, svo kallaðir „fullkomnir“ líkamar. Margir venja sig á að tala illa um sjálfa sig og sjá bara „gallana“ í speglinum en ekki fegurðina sem aðrir sjá. Liora K ljósmyndari hefur myndað allskonar líkama til að benda á fjölbreytileikannMynd/SkjáskotÞegar kynlífsánægja er skoðuð þá er það ekki svo að þeir með „fullkomnu“ líkamana lifi besta kynlífinu heldur eru það þeir sem líður vel í eigin skinni sem njóta sín hvað best í kynlífi, bæði fyrir sig sjálft og bólfélagann. Næst þegar einhver hrósar þér, segðu þá takk. Ekkert meira, ekkert minna, bara takk. Æfðu þig í að einblína á það sem þér þykir fallegt í fari þínu og ef þú finnur ekki neitt, hlustaði þá á hrósin. Það er hægt að temja sér jákvæða líkamsímynd. Það má ekki gleyma því að líkamslögun fylgir tískubylgjum og að lögun líkamans stýrir ekki hvernig manneskjan er eða persónuleika hennar. Með því að birta oftar myndi af allskonar líkömum getum við smátt og smátt síað inn annað fegurðarviðmið og vonandi breytt okkar eigin sýn á okkur sjálfum.Líkamar eru allskonarMynd/Skjáskot Heilsa Lífið Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Nýlega tók ég ljósmyndir af kynfærum tuttugu einstaklinga til að sýna fjölbreytileika kynfæranna og að það sé ekki til neitt sem heitir „fullkomið“. Það er mikilvægt að brjóta upp staðalímyndir tengdum líkamsímyndum því alltof margir rogast með skömm um líkama sinn og eyða miklum tíma og orku í að líða illa útaf lögun hans. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hefur óraunhæfa mynd af líkama sínum og meta hann oftar sem stærri heldur en raunverulega er. Lykilinn í þessu er að skynjun okkar á líkamanum er brengluð og má það meðal annars skýra af því sem oft ber fyrir augu, svo kallaðir „fullkomnir“ líkamar. Margir venja sig á að tala illa um sjálfa sig og sjá bara „gallana“ í speglinum en ekki fegurðina sem aðrir sjá. Liora K ljósmyndari hefur myndað allskonar líkama til að benda á fjölbreytileikannMynd/SkjáskotÞegar kynlífsánægja er skoðuð þá er það ekki svo að þeir með „fullkomnu“ líkamana lifi besta kynlífinu heldur eru það þeir sem líður vel í eigin skinni sem njóta sín hvað best í kynlífi, bæði fyrir sig sjálft og bólfélagann. Næst þegar einhver hrósar þér, segðu þá takk. Ekkert meira, ekkert minna, bara takk. Æfðu þig í að einblína á það sem þér þykir fallegt í fari þínu og ef þú finnur ekki neitt, hlustaði þá á hrósin. Það er hægt að temja sér jákvæða líkamsímynd. Það má ekki gleyma því að líkamslögun fylgir tískubylgjum og að lögun líkamans stýrir ekki hvernig manneskjan er eða persónuleika hennar. Með því að birta oftar myndi af allskonar líkömum getum við smátt og smátt síað inn annað fegurðarviðmið og vonandi breytt okkar eigin sýn á okkur sjálfum.Líkamar eru allskonarMynd/Skjáskot
Heilsa Lífið Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira