Nýtt lag frá Blaz Roca Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 18:00 Blaz Roca sendir frá sér nýtt lag og er sólbrúnn og sæll í þokkabót. Mynd/einkasafn „Þetta lag hefur verið tilbúið frekar lengi en það passar bara svo vel með haustinu. Þetta er partílag en það er samt þessi raunveruleiki í þessu,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca en hann hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vökuvísa. Í laginu nýtur hann aðstoðar söngkonunnar Sölku Sól Eyfeld og þá leggur Dias einnig hönd á plóg. „Þau er bæði Kópavogsbörn og eru bæði mikið fagfólk,“ bætir Erpur við. Lagið er eftir Erp sjálfan og Björn Þorleifsson. Hann segir jafnframt að fleiri lög séu væntanleg frá sér. „Ég er með fleiri lög tilbúin þannig að nú fara „singlarnir“ að detta inn reglulega. Það kemur svo fljótlega út myndband við Vökuvísu sem verður geggjað,“ segir Erpur. Blaz Roca ætlar að frumflytja þrjú ný lög úr sinni smiðju þegar hann kemur fram á 800 Bar á Selfossi á laugardagskvöld. Blaz ætlar þó einnig að taka öll sín bestu lög. Með Blaz mæta fríðir förunautar eins og einn ferskasti plötusnúður landsins, DJ Moonshine. Það má hlusta á nýja lagið hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta lag hefur verið tilbúið frekar lengi en það passar bara svo vel með haustinu. Þetta er partílag en það er samt þessi raunveruleiki í þessu,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca en hann hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vökuvísa. Í laginu nýtur hann aðstoðar söngkonunnar Sölku Sól Eyfeld og þá leggur Dias einnig hönd á plóg. „Þau er bæði Kópavogsbörn og eru bæði mikið fagfólk,“ bætir Erpur við. Lagið er eftir Erp sjálfan og Björn Þorleifsson. Hann segir jafnframt að fleiri lög séu væntanleg frá sér. „Ég er með fleiri lög tilbúin þannig að nú fara „singlarnir“ að detta inn reglulega. Það kemur svo fljótlega út myndband við Vökuvísu sem verður geggjað,“ segir Erpur. Blaz Roca ætlar að frumflytja þrjú ný lög úr sinni smiðju þegar hann kemur fram á 800 Bar á Selfossi á laugardagskvöld. Blaz ætlar þó einnig að taka öll sín bestu lög. Með Blaz mæta fríðir förunautar eins og einn ferskasti plötusnúður landsins, DJ Moonshine. Það má hlusta á nýja lagið hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira