Upphafsmaður "pop-up“ auglýsinga biðst afsökunar á sköpun sinni Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2014 14:59 "Pop-up“ auglýsingar geta vakið pirring fólks. Vísir/Getty Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira