Horner vill heyra meira frá ökumönnum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júlí 2014 20:30 Horner lítur um öxl og líkar það sem boðið var upp á í tveim síðustu keppnum. Vísir/Getty Christian Horner keppnisstjóri Red Bull liðsins telur mikilvægt að ökumenn í Formúlu 1 fái frelsi til að tjá sína skoðun á hlutunum. Hann telur að liðin hafi hingað til þvingað ökumenn til að sitja á sínu áliti. „Við verðum að leyfa persónuleika þeirra að skína í gegn. Þeir hafa skoðanir, þeir hafa persónuleika og við ættum að hvetja þá til að sýna það meira,“ sagði Horner. Horner telur að ökumenn sé orðnir of þvingaðir til að fylgja opinberri skoðun liðsins eða styrktaraðilanna. Honum finnst líka að oftúlkun á skilaboðum sem heyrast í talstöðvum í keppnum og tímatöku eigi þátt í vandanum. Þau skilaboð gefa til kynna að ökumenn fylgi bara leiðbeiningum af þjónustusvæðinu en séu ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir. „Stundum finnst mér eins og keppnunum sé of mikið stýrt,“ viðurkennir Horner sem sjálfur lætur stundum frá sér tilmæli til ökumanna Red Bull liðsins. Athyglin verður að vera á ökumönnunum að mati Horner. „Formúlan verður að snúast um að ökumennirnir séu hetjur og í Ungverjalandi var það þannig. Þá sýndi Formúlan sínar bestu hliðar. Ekki bara í Ungverjalandi heldur einnig í Þýskalandi.“ Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 27. júlí 2014 13:58 Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15 Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45 Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 29. júlí 2014 22:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Christian Horner keppnisstjóri Red Bull liðsins telur mikilvægt að ökumenn í Formúlu 1 fái frelsi til að tjá sína skoðun á hlutunum. Hann telur að liðin hafi hingað til þvingað ökumenn til að sitja á sínu áliti. „Við verðum að leyfa persónuleika þeirra að skína í gegn. Þeir hafa skoðanir, þeir hafa persónuleika og við ættum að hvetja þá til að sýna það meira,“ sagði Horner. Horner telur að ökumenn sé orðnir of þvingaðir til að fylgja opinberri skoðun liðsins eða styrktaraðilanna. Honum finnst líka að oftúlkun á skilaboðum sem heyrast í talstöðvum í keppnum og tímatöku eigi þátt í vandanum. Þau skilaboð gefa til kynna að ökumenn fylgi bara leiðbeiningum af þjónustusvæðinu en séu ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir. „Stundum finnst mér eins og keppnunum sé of mikið stýrt,“ viðurkennir Horner sem sjálfur lætur stundum frá sér tilmæli til ökumanna Red Bull liðsins. Athyglin verður að vera á ökumönnunum að mati Horner. „Formúlan verður að snúast um að ökumennirnir séu hetjur og í Ungverjalandi var það þannig. Þá sýndi Formúlan sínar bestu hliðar. Ekki bara í Ungverjalandi heldur einnig í Þýskalandi.“
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 27. júlí 2014 13:58 Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15 Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45 Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 29. júlí 2014 22:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 27. júlí 2014 13:58
Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15
Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45
Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 29. júlí 2014 22:45