Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 31. júlí 2014 13:39 vísir/Arnþór Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. Pólska liðið er sterkt og sótti meira í leiknum en Stjarnan lék frábæran varnarleik og þegar Poznan náði skoti á mark var Ingvar Jónsson frábær í markinu. Stjarnan fékk þó fyrsta færi leiksins og sýndi að liðið getur hæglega skapað sér færi gegn þessum sterka andstæðing þó liðið sé minna með boltann. Pólska liðið hélt boltanum vel, er með öfluga kantmenn og sterka leikmenn í flestum stöðum. Sóknarmennirnir skutu þegar þeir sáu markið en Stjarnan stóðst pressuna vel og náði góðum sóknum inn á milli. Stjarnan hefur sýnt það í deildinni og Evrópukeppinni í sumar að liðið getur varist vel, er skipulagt og stórhættulegt í skyndisóknum. Því fengu gestirnir vel að kynnast því Rolf Toft skoraði mark Stjörnunnar eftir skyndisókn á þriðju mínútu seinni hálfleiks og fékk Ólafur Karl Finsen annað færi til að bæta við marki seinna í hálfleiknum eftir hraða sókn. Poznan liðið sýndi að það er öflugt og er ljóst að Stjörnunnar bíður verðugt verkefni ytra í seinni leiknum. Haldi Stjarnan skipulagi líkt og í kvöld og Ingvar verði aftur í stuði í markinu getur allt gerst í seinni leiknum fyrir framan rúmlega 43.000 öskrandi áhorfendur í Póllandi. Þetta var fimmti Evrópuleikur Stjörnunnar í sumar og á liðið enn eftir að tapa sem verður að teljast magnað afrek hjá liði sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Rúnar Páll: Eigum fullan séns í þetta lið„Þetta var frábær sigur og mjög stór sigur fyrir okkur og íslenska fótbolta að vinna þetta sterka lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vitum að þetta er bara hálfleikur. Við erum yfir í stöðunni og hrikalega ánægðir með þennan leik. „Það er frábært að halda hreinu hérna á heimavelli. Það er lykilatriði. Það var ekki verra að fá eitt mark á þá og vinna leikinn. Við eigum hellings möguleika á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst varnarleikurinn alveg frábær allan leikinn. Ef þeir fengu færi þá varði Ingvar þessi skot sem komu utan af velli. Þeir sköpuðu engar svakalegar hættur. „Varnarleikurinn hélt mjög vel og við erum alltaf stórhættulegir í okkar sóknum. Við sáum það fyrsta korterið í leiknum að við eigum fullan séns í þetta lið. Menn vaxa í því,“ sagði Rúnar Páll en forystan í einvíginu gefur Stjörnunni möguleika á að sækja hratt á Poznan leiki pólska liðið framarlega á vellinum. „Við höfum sýnt að við erum baneitraðir í þessum skyndisóknum og með mjög fljóta menn. Þeir fara sennilega hærra á okkur úti í Póllandi og þá vitum við að við eigum möguleika á að sækja hratt á þá.“ Ingvar: Frábært að fá alvöru leik þarna úti„Þetta var erfiður leikur. Þeir sóttu stíft allan leikinn og við fengum fá færi en við nýttum okkar færi og það er það sem skiptir máli á meðan þeir nýttu ekki sín,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Eina skipti sem þetta var tæpt var þegar ég náði honum ekki og Höddi (Hörður Árnason) bjargaði á línu. Hitt var nokkuð öruggt. „Þetta er bara fótbolti og þetta eru kannski betri leikmenn og fljótari en mér fannst ekki vera mikill munur,“ á leikmönnum Poznan og leikmönnum í Pepsí deildinni sagði Ingvar. „Það er frábært að fá þetta í alvöru leik þarna úti. Það verður frábær upplifun að leika á þessum velli þarna hjá þeim. Það er frábært að hafa haldið hreinu og sett mark á þá. „Okkur fannst mikið af fólki í Motherwell og það voru 5.000 manns þar. Það er vonandi að við náum skrekknum úr okkur fyrir leik,“ sagði Ingvar sem fór beint til sjúkraþjálfara að leik loknum. „Ég fékk smá slink á hnéið fyrir viku síðan og gat ekki spilað á sunnudaginn. Ég var smá tæpur en Rúnar segir að þetta sé bara væll þannig að við tökum því bara þannig. Evrópudeild UEFA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. Pólska liðið er sterkt og sótti meira í leiknum en Stjarnan lék frábæran varnarleik og þegar Poznan náði skoti á mark var Ingvar Jónsson frábær í markinu. Stjarnan fékk þó fyrsta færi leiksins og sýndi að liðið getur hæglega skapað sér færi gegn þessum sterka andstæðing þó liðið sé minna með boltann. Pólska liðið hélt boltanum vel, er með öfluga kantmenn og sterka leikmenn í flestum stöðum. Sóknarmennirnir skutu þegar þeir sáu markið en Stjarnan stóðst pressuna vel og náði góðum sóknum inn á milli. Stjarnan hefur sýnt það í deildinni og Evrópukeppinni í sumar að liðið getur varist vel, er skipulagt og stórhættulegt í skyndisóknum. Því fengu gestirnir vel að kynnast því Rolf Toft skoraði mark Stjörnunnar eftir skyndisókn á þriðju mínútu seinni hálfleiks og fékk Ólafur Karl Finsen annað færi til að bæta við marki seinna í hálfleiknum eftir hraða sókn. Poznan liðið sýndi að það er öflugt og er ljóst að Stjörnunnar bíður verðugt verkefni ytra í seinni leiknum. Haldi Stjarnan skipulagi líkt og í kvöld og Ingvar verði aftur í stuði í markinu getur allt gerst í seinni leiknum fyrir framan rúmlega 43.000 öskrandi áhorfendur í Póllandi. Þetta var fimmti Evrópuleikur Stjörnunnar í sumar og á liðið enn eftir að tapa sem verður að teljast magnað afrek hjá liði sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Rúnar Páll: Eigum fullan séns í þetta lið„Þetta var frábær sigur og mjög stór sigur fyrir okkur og íslenska fótbolta að vinna þetta sterka lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vitum að þetta er bara hálfleikur. Við erum yfir í stöðunni og hrikalega ánægðir með þennan leik. „Það er frábært að halda hreinu hérna á heimavelli. Það er lykilatriði. Það var ekki verra að fá eitt mark á þá og vinna leikinn. Við eigum hellings möguleika á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst varnarleikurinn alveg frábær allan leikinn. Ef þeir fengu færi þá varði Ingvar þessi skot sem komu utan af velli. Þeir sköpuðu engar svakalegar hættur. „Varnarleikurinn hélt mjög vel og við erum alltaf stórhættulegir í okkar sóknum. Við sáum það fyrsta korterið í leiknum að við eigum fullan séns í þetta lið. Menn vaxa í því,“ sagði Rúnar Páll en forystan í einvíginu gefur Stjörnunni möguleika á að sækja hratt á Poznan leiki pólska liðið framarlega á vellinum. „Við höfum sýnt að við erum baneitraðir í þessum skyndisóknum og með mjög fljóta menn. Þeir fara sennilega hærra á okkur úti í Póllandi og þá vitum við að við eigum möguleika á að sækja hratt á þá.“ Ingvar: Frábært að fá alvöru leik þarna úti„Þetta var erfiður leikur. Þeir sóttu stíft allan leikinn og við fengum fá færi en við nýttum okkar færi og það er það sem skiptir máli á meðan þeir nýttu ekki sín,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Eina skipti sem þetta var tæpt var þegar ég náði honum ekki og Höddi (Hörður Árnason) bjargaði á línu. Hitt var nokkuð öruggt. „Þetta er bara fótbolti og þetta eru kannski betri leikmenn og fljótari en mér fannst ekki vera mikill munur,“ á leikmönnum Poznan og leikmönnum í Pepsí deildinni sagði Ingvar. „Það er frábært að fá þetta í alvöru leik þarna úti. Það verður frábær upplifun að leika á þessum velli þarna hjá þeim. Það er frábært að hafa haldið hreinu og sett mark á þá. „Okkur fannst mikið af fólki í Motherwell og það voru 5.000 manns þar. Það er vonandi að við náum skrekknum úr okkur fyrir leik,“ sagði Ingvar sem fór beint til sjúkraþjálfara að leik loknum. „Ég fékk smá slink á hnéið fyrir viku síðan og gat ekki spilað á sunnudaginn. Ég var smá tæpur en Rúnar segir að þetta sé bara væll þannig að við tökum því bara þannig.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira