Viðskipti erlent

Target ræður nýjan framkvæmdastjóra frá Pepsi

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Viðskiptavinir Target í verslunarmiðstöð.
Viðskiptavinir Target í verslunarmiðstöð. Vísir/Getty
Stórmarkaðurinn Target hefur nú ráðið Brian Cornell sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Brian er fyrrverandi stjórnandi hjá PepsiCo. Guardian segir frá.

Eftir að tölvuþrjótur braust inn í upplýsingageymslu Target og stal greiðsluupplýsingum og kortanúmerum í milljónatali hefur fyrirtækið reynt að byggja upp ímynd sína á ný.

Cornell mun vera yfir netverslun Target og einnig mun hann sjá um að gera þjónustu fyrirtækisins skilvirkari og öruggari.

Eftir að tölvuþrjóturinn stal greiðsluupplýsingum um 70 milljón viðskiptavini og 40 milljón kortanúmerum sem skráð höfðu verið í upplýsingagrunn Target var fyrrverandi framkvæmdastjóra, Gregg Steinhafel, sagt upp.

Cornell hefur hingað til haft umsjón með fæðusölu PepsiCo í Bandaríkjunum, en deildin selur til að mynda merki eins og Frito-Lay flögur og Quaker-hafra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×