Greiðir 190 milljónir dala til fórnarlamba kvensjúkdómalæknis Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 20:32 John Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore Forstöðumenn John Hopkins sjúkrahússins í Baltimore hafa samþykkt að greiða 190 milljónir dala, sem svarar til rúmlega 21 milljarðs króna, til allt að 8500 sjúklinga sem skrifuðu undir hópmálsókn á hendur kvensjúkdómalækni sem starfaði á spítalanum. Læknirinn sem um ræðir, Dr. Nikita Levy, hafði tekið myndbönd af heimsóknum sjúklinganna án þeirrar vitundar og jafnvel framkvæmt óþarfa grindarholsskoðanir. Levy fyrirfór sér eftir að lögreglan komst á snoðir um málið í fyrra. Á heimili læknisins fannst fjöldinn allur af myndböndum og ljósmyndum af sjúklingum hans sem Levy hafði fangað á myndavélar sem komið hafði verið fyrir á alls kyns hlutum – til að mynda á venjulegum pennum. „Eftir að skjólstæðingar okkar fréttu af hegðun Dr. Levys urðu þeir örvinglaðir. Þeim fannst þeir sviknir og trúnaðarbresturinn var algjör. Nú, í kjölfar samkomulagsins, geta sár samfélagsins gróið,“sagði Jonathan Schochor, lögmaður sóknaraðila, í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag. Það var samstarfsaðili Levys sem tilkynnti fyrst um hegðun hans við öryggisdeild Hopkins-sjúkrahússins í febrúar í fyrra. Kvensjúkdómalækninum var sagt upp þann 8. febrúar þegar lögreglan tók mál hans til rannsóknar. Á heimili hans fundust átta faldar myndavélar, þar af sex í pennum ásamt því að fjórar tölvur og utanáliggjandi harðir diskar voru gerðir upptækir. Nikita Levy fannst látinn þann 18. febrúar með poka yfir höfði sér og afsökunarbeiðni til konu sinnar. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstöðumenn John Hopkins sjúkrahússins í Baltimore hafa samþykkt að greiða 190 milljónir dala, sem svarar til rúmlega 21 milljarðs króna, til allt að 8500 sjúklinga sem skrifuðu undir hópmálsókn á hendur kvensjúkdómalækni sem starfaði á spítalanum. Læknirinn sem um ræðir, Dr. Nikita Levy, hafði tekið myndbönd af heimsóknum sjúklinganna án þeirrar vitundar og jafnvel framkvæmt óþarfa grindarholsskoðanir. Levy fyrirfór sér eftir að lögreglan komst á snoðir um málið í fyrra. Á heimili læknisins fannst fjöldinn allur af myndböndum og ljósmyndum af sjúklingum hans sem Levy hafði fangað á myndavélar sem komið hafði verið fyrir á alls kyns hlutum – til að mynda á venjulegum pennum. „Eftir að skjólstæðingar okkar fréttu af hegðun Dr. Levys urðu þeir örvinglaðir. Þeim fannst þeir sviknir og trúnaðarbresturinn var algjör. Nú, í kjölfar samkomulagsins, geta sár samfélagsins gróið,“sagði Jonathan Schochor, lögmaður sóknaraðila, í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag. Það var samstarfsaðili Levys sem tilkynnti fyrst um hegðun hans við öryggisdeild Hopkins-sjúkrahússins í febrúar í fyrra. Kvensjúkdómalækninum var sagt upp þann 8. febrúar þegar lögreglan tók mál hans til rannsóknar. Á heimili hans fundust átta faldar myndavélar, þar af sex í pennum ásamt því að fjórar tölvur og utanáliggjandi harðir diskar voru gerðir upptækir. Nikita Levy fannst látinn þann 18. febrúar með poka yfir höfði sér og afsökunarbeiðni til konu sinnar.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira