Atli Jóhannsson skoraði stórglæsilegt mark í 3-2 sigri Stjörnunnar á Motherwell í undankeppni Evrópudeildarinnar í gær. Atli skoraði sigurmarkið í framlengingu og heldur Evrópuævintýri Stjörnumanna áfram.
Motherwell komst tvisvar yfir í leiknum en heimamenn náðu að jafna metin og þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn.
Mark Atla kom í seinni hluta framlengingarinnar en það er eitt af mörkum ársins á Íslandi og tryggði Stjörnunni á sama tíma sæti í 3. umferð undankeppninnar.
Sjáðu sigurmark Atla | Myndband
Kristinn Páll Teitsson skrifar