iPhone 6 verður með safírgleri Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 25. júlí 2014 16:51 Efnið virðist vera tært og hreint. Vísir/Skjáskot Næsti iPhone, sem ber heitið iPhone 6, verður með stærri skjá. Skjárinn verður að þessu sinni úr sérstöku safírgleri, en þetta á að tryggja aukinn styrkleika í byggingu símans sem og betra þol verði notandi svo óheppinn að missa símann í jörðina. Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London. Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum. Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.Sveigjanlegt gler Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins. Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næsti iPhone, sem ber heitið iPhone 6, verður með stærri skjá. Skjárinn verður að þessu sinni úr sérstöku safírgleri, en þetta á að tryggja aukinn styrkleika í byggingu símans sem og betra þol verði notandi svo óheppinn að missa símann í jörðina. Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London. Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum. Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.Sveigjanlegt gler Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins. Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira