Formúla 1

Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton geysist um brautina á æfingu í dag.
Hamilton geysist um brautina á æfingu í dag. Vísir/Getty
Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins.

Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum.

Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum.

Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi.

Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar.

Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.

Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út.

Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun.

Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim

Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því?

Rosberg á ráspól í Þýskalandi

Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji.

Nico Rosberg fyrstur á heimavelli

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji.

Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum

Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×