Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2014 13:58 Ricciardo vann sína aðra keppni í Ungverjalandi í dag. Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. Hamilton sem ræsti af stað á þjónustusvæðinu lenti í vandræðum strax á fyrsta hring. Hann lenti á dekkjavegg en gat haldið áfram. Bremsurnar hans virkuðu ekki sem skildi. „Ég lenti á vegg, bremsurnar mínar gáfust upp,“ sagði Hamilton í talstöðinni. Brautin var blaut í upphafi keppninnar. Allir ökumenn hófu keppnina á milli-regndekkjum. Öryggisbíllinn kom út á níunda hring þegar Marcus Ericsson missti stjórn á Caterham bílnum lenti á varnarvegg. Ökumenn nýttu tækifærið til að taka þjónustusvæðið og skiptu margir hverjir yfir á slétt dekk. Tímasetning öryggisbílsins hafði gríðarleg áhrif á framvindu keppninnar. Fremstu ökumenn voru komnir framhjá þjónustusvæðinu þegar öryggisbíllinn kom út á brautina. Þeir lentu því í miðri þvögunni eftir sín þjónustuhlé. Það stokkaði hópinn talsvert upp og gerði keppnina gríðarlega spennandi.Romain Grosjean á Lotus missti stjórn á bílnum í þann mund sem öryggisbíllinn átti að fara inn. Öryggisbíllinn ílengdist vegna þessa á brautinni.Sergio Perez datt út á 23. hring. Hann missti stjórn á bílnum í síðustu beygju brautarinnar og lenti á varnarvegg á ráskaflanum. Öryggisbíllinn var kallaður til aftur. Báðir Force India bílarnir voru þar með dottnir út. Nico Hulkenberg hafði dottið út rétt áður en Perez lenti á veggnum.Sebastian Vettel snérist á ráskaflanum en náði að sleppa við að varnarvegginn sem Perez hafði þegar lent á. Rosberg óskaði eftir því við liðið að Hamilton hleypti honum fram úr. Hamilton brást við og sagði „Ef hann kemst nógu nálægt þá skal ég hleypa honum í gegn“. Rosberg komst hins vegar ekki nógu nálægt til að eðlilegt væri að hleypa honum fram úr. Rosberg tók þá þjónustuhlé.Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Daniel Ricciardo börðust af hörku síðustu 10 hringi keppninnar. Nico Rosberg kom á mikilli ferð á ferskum dekkjum. Hann var um það bil 3 sekúndum fljótari á hring og nálgaðist efstu þrjá menn hratt. Ricciardo náði fyrsta sætinu af Alonso þegar 3 hringir voru eftir og lét forystuna ekki af hendi eftir það.Ricciardo fagnaði gríðarlega og mátti heyra hann öskra yfir talstöðina.Vísir/Getty„Þetta er alveg jafn gaman í annað skiptið,“ sagði skælbrosandi Ricciardo á verðlaunapallinum eftir sinn annan sigur. „Ég ætla hiklaust að fagna í kvöld og slaka á í nokkra daga, ég vil þakka liðinu fyrir frábæra frammistöðu,“ hélt Ricciardo áfram. „Það er alltaf gaman að komast á verðlaunapall. Við tókum mikla áhættu með dekkin í dag og hún borgaði sig, þótt við höfum ekki unnið. Við vorum nálægt því að vinna en annað sætið er alls ekki slæmt,“ sagði Alonso sem var gríðarlega kátur á verðlaunapallinum. „Ekki ein af mínum bestu frammistöðum en ég þakka guði fyrir að bíllinn skemmdist ekki á fyrsta hring þegar ég lenti á veggnum,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Fyrsti öryggisbíllinn kom út á allra versta tíma fyrir mig. Mér tókst bara ekki að láta þetta ganga upp í dag. Við þrufum að ræða þetta með hvort Lewis hefði átt að hleypa mér fram úr, innan liðsins,“ sagði niðurlútur Nico Rosberg.Fernando Alonso á milliregndekkjum í upphafi keppninnar.Vísir/GettyÚrslit ungverska kappakstursins 2014: 1.Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2.Fernando Alonso - Ferrari - 18 stig 3.Lewis Hamilton - Mercedes - 15 stig 4.Nico Rosberg - Mercedes - 12 stig 5.Felipe Massa - Williams - 10 stig 6.Kimi Raikkonen - Ferrari - 8 stig 7.Sebastian Vettel - Red Bull - 6 stig 8.Valtteri Bottas - Williams - 4 stig 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10.Jenson Button - McLaren - 1 stig 11.Adrian Sutil - Sauber 12.Kevin Magnussen - McLaren 13.Pastor Maldonado - Lotus 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Jules Bianchi - Marussia 16.Max Chilton - Marussia Þessir duttu út: Esteban Gutierrez - Sauber Kamui Kobayashi - Caterham Sergio Perez - Force India Nico Hulkenberg - Force India Romain Grosjean - Lotus Marcus Ericsson - Caterham Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30 Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. 25. júlí 2014 22:45 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15 Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. Hamilton sem ræsti af stað á þjónustusvæðinu lenti í vandræðum strax á fyrsta hring. Hann lenti á dekkjavegg en gat haldið áfram. Bremsurnar hans virkuðu ekki sem skildi. „Ég lenti á vegg, bremsurnar mínar gáfust upp,“ sagði Hamilton í talstöðinni. Brautin var blaut í upphafi keppninnar. Allir ökumenn hófu keppnina á milli-regndekkjum. Öryggisbíllinn kom út á níunda hring þegar Marcus Ericsson missti stjórn á Caterham bílnum lenti á varnarvegg. Ökumenn nýttu tækifærið til að taka þjónustusvæðið og skiptu margir hverjir yfir á slétt dekk. Tímasetning öryggisbílsins hafði gríðarleg áhrif á framvindu keppninnar. Fremstu ökumenn voru komnir framhjá þjónustusvæðinu þegar öryggisbíllinn kom út á brautina. Þeir lentu því í miðri þvögunni eftir sín þjónustuhlé. Það stokkaði hópinn talsvert upp og gerði keppnina gríðarlega spennandi.Romain Grosjean á Lotus missti stjórn á bílnum í þann mund sem öryggisbíllinn átti að fara inn. Öryggisbíllinn ílengdist vegna þessa á brautinni.Sergio Perez datt út á 23. hring. Hann missti stjórn á bílnum í síðustu beygju brautarinnar og lenti á varnarvegg á ráskaflanum. Öryggisbíllinn var kallaður til aftur. Báðir Force India bílarnir voru þar með dottnir út. Nico Hulkenberg hafði dottið út rétt áður en Perez lenti á veggnum.Sebastian Vettel snérist á ráskaflanum en náði að sleppa við að varnarvegginn sem Perez hafði þegar lent á. Rosberg óskaði eftir því við liðið að Hamilton hleypti honum fram úr. Hamilton brást við og sagði „Ef hann kemst nógu nálægt þá skal ég hleypa honum í gegn“. Rosberg komst hins vegar ekki nógu nálægt til að eðlilegt væri að hleypa honum fram úr. Rosberg tók þá þjónustuhlé.Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Daniel Ricciardo börðust af hörku síðustu 10 hringi keppninnar. Nico Rosberg kom á mikilli ferð á ferskum dekkjum. Hann var um það bil 3 sekúndum fljótari á hring og nálgaðist efstu þrjá menn hratt. Ricciardo náði fyrsta sætinu af Alonso þegar 3 hringir voru eftir og lét forystuna ekki af hendi eftir það.Ricciardo fagnaði gríðarlega og mátti heyra hann öskra yfir talstöðina.Vísir/Getty„Þetta er alveg jafn gaman í annað skiptið,“ sagði skælbrosandi Ricciardo á verðlaunapallinum eftir sinn annan sigur. „Ég ætla hiklaust að fagna í kvöld og slaka á í nokkra daga, ég vil þakka liðinu fyrir frábæra frammistöðu,“ hélt Ricciardo áfram. „Það er alltaf gaman að komast á verðlaunapall. Við tókum mikla áhættu með dekkin í dag og hún borgaði sig, þótt við höfum ekki unnið. Við vorum nálægt því að vinna en annað sætið er alls ekki slæmt,“ sagði Alonso sem var gríðarlega kátur á verðlaunapallinum. „Ekki ein af mínum bestu frammistöðum en ég þakka guði fyrir að bíllinn skemmdist ekki á fyrsta hring þegar ég lenti á veggnum,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Fyrsti öryggisbíllinn kom út á allra versta tíma fyrir mig. Mér tókst bara ekki að láta þetta ganga upp í dag. Við þrufum að ræða þetta með hvort Lewis hefði átt að hleypa mér fram úr, innan liðsins,“ sagði niðurlútur Nico Rosberg.Fernando Alonso á milliregndekkjum í upphafi keppninnar.Vísir/GettyÚrslit ungverska kappakstursins 2014: 1.Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2.Fernando Alonso - Ferrari - 18 stig 3.Lewis Hamilton - Mercedes - 15 stig 4.Nico Rosberg - Mercedes - 12 stig 5.Felipe Massa - Williams - 10 stig 6.Kimi Raikkonen - Ferrari - 8 stig 7.Sebastian Vettel - Red Bull - 6 stig 8.Valtteri Bottas - Williams - 4 stig 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10.Jenson Button - McLaren - 1 stig 11.Adrian Sutil - Sauber 12.Kevin Magnussen - McLaren 13.Pastor Maldonado - Lotus 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Jules Bianchi - Marussia 16.Max Chilton - Marussia Þessir duttu út: Esteban Gutierrez - Sauber Kamui Kobayashi - Caterham Sergio Perez - Force India Nico Hulkenberg - Force India Romain Grosjean - Lotus Marcus Ericsson - Caterham
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30 Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. 25. júlí 2014 22:45 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15 Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00
Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30
Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. 25. júlí 2014 22:45
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15
Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45