Frumsýnt á Vísi: Þú ert með Sigríði Thorlacius í fókushlutverki Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2014 10:51 „Þetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagið Þú ert, en myndbandið við lagið er frumsýnt hér á Vísi. Fyrstu línurnar í kvæðinu eru:Þú ert vömb og söl,þú ert rök og þvöl,þú ert græn og skökkTextinn þykir einstaklega skemmtilegur og er eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Lagið er af nýjustu plötu Tómasar, Mannabörn, en á henni er að finna átján sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Sönghópnum við Tjörnina. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason leikstýrði myndbandinu. „Þetta er svart hvítt vídjó og Sigríður er þarna í fókushlutverki, hún svarar í rauninni kórnum alltaf - sem syngur á disknum, en hún er í aðalhlutverki frá upphafi til enda. Svo eru þarna stuttar myndir af okkur Gunnari og Sigtryggi,“ segir Tómas jafnframt, en hljóðfæraleik á plötunni annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. „Við tókum upp í Hljóðrita í HFJ og Jón Karl kom þangað og filmaði í smá tíma. Svo tókum við auka sessjón síðar - þetta var gert í tvö skipti og síðan sat hann yfir þessu í tvo mánuði í fullu starfi og klippti þetta saman,“ segir Tómas og hlær. Á disknum eru mörg af kunnari lögum Tómasar á borð við Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert – sem hoppaði inn á 15. sæti á vinsældarlista Rásar 2 þann 19. júlí og lyfti sér í 13. sætið laugardaginn 26. júlí. Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagið Þú ert, en myndbandið við lagið er frumsýnt hér á Vísi. Fyrstu línurnar í kvæðinu eru:Þú ert vömb og söl,þú ert rök og þvöl,þú ert græn og skökkTextinn þykir einstaklega skemmtilegur og er eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Lagið er af nýjustu plötu Tómasar, Mannabörn, en á henni er að finna átján sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Sönghópnum við Tjörnina. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason leikstýrði myndbandinu. „Þetta er svart hvítt vídjó og Sigríður er þarna í fókushlutverki, hún svarar í rauninni kórnum alltaf - sem syngur á disknum, en hún er í aðalhlutverki frá upphafi til enda. Svo eru þarna stuttar myndir af okkur Gunnari og Sigtryggi,“ segir Tómas jafnframt, en hljóðfæraleik á plötunni annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. „Við tókum upp í Hljóðrita í HFJ og Jón Karl kom þangað og filmaði í smá tíma. Svo tókum við auka sessjón síðar - þetta var gert í tvö skipti og síðan sat hann yfir þessu í tvo mánuði í fullu starfi og klippti þetta saman,“ segir Tómas og hlær. Á disknum eru mörg af kunnari lögum Tómasar á borð við Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert – sem hoppaði inn á 15. sæti á vinsældarlista Rásar 2 þann 19. júlí og lyfti sér í 13. sætið laugardaginn 26. júlí.
Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira