Lífið

Forstjórinn vildi engan nema Nilla

Baldvin Þormóðsson skrifar
Jón Jónsson er einn viðmælenda Nilla í fyrsta þættinum.
Jón Jónsson er einn viðmælenda Nilla í fyrsta þættinum. vísir/daníel

„Sævar Freyr, nýráðinn forstjóri 365, hafði samband og sagði sig vanta vanan mann í vandaða og fagurfræðilega fjölmiðlaumfjöllun um þessa hátíð í Eyjum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Níels Thibaud Girerd en hann stýrir sérstökum Þjóðhátíðarþáttum hér á Vísi um næstu helgi.

„­Sjálfur hef ég aldrei komið til Eyja en ég hef heyrt að þar séu afbragðskokkar og hafi einstakan smekk á músík og menningu,“ segir Níels sem bætir því við að hann hafi ný­verið ­klárað nám í söng og fjölmiðlafræði í Frakklandi, það hefur þó ekki fengist staðfest.

„Ég greip allavega gæsina og það verða nokkrir þættir á Vísi yfir helgina,“ segir fjölmiðlamaðurinn.

„Þetta er krefjandi viðfangsefni enda hefur Þjóðhátíðin verið í hávegum höfð í 140 ár en ég hlakka til að takast á við þetta og sérstaklega til þess að hitta þessa svokölluðu Eyjamenn.“

Fyrsti Þjóðhátíðarþáttur Nilla fer í loftið hér á Vísi á fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.