Lækningamáttur leðjunnar Rikka skrifar 15. júlí 2014 09:00 Leirbað er slakandi Mynd/Rikka Leirböð hafa lengi vakið áhuga minn og svalaði ég þeirri löngun til að prófa núna um daginn þegar ég heimsótti Heilsustofnunina í Hveragerði á dögunum. Ég velti því fyrir mér af hverju í ósköpunum væri nú gott að leggjast í bað fullt af volgum leir þegar ljúft freyðibað væri nú kannski augljósari og ákjósanlegri kostur allavegana svona í fyrstu. Ég komst nú fljótlega að því að leirböð væru nú eitthvað stærra og meira en einungis til þess að svala “sandkassaendurminningum” úr barnæsku. Volgur jarðleir er nefnilega forn lækningarmeðferð sem hefur þróast við bað- og náttúrulækningar í Evrópu um aldir. Þar tíðkaðist að nota leðju eða sjávarbotnfall í meðferðum sem eru enn notaðar víða um heim. Á Heilsustofnuninni er notaður leir sem sóttur er úr leirhverum við Reykjafjall í nágrenni Hveragerðis og í honum er meðal annars kísilsýra sem er talin vera góð fyrir húðina auk þess sem hitinn (38°C–40°C) gerir vöðvum, liðum og beinum gott. Leirmeðferð hefur góð áhrif á gigtarsjúklinga, á húðsjúkdóminn psoriasis og önnur húðvandamál. Margir hafa hlotið bata til lengri eða skemmri tíma með því að stunda leirböð. Fyrir utan þessa frábæru kosti er meðferðin afskaplega slakandi og nærandi fyrir sálina. Ég er ekki frá því að ég hafi bara skilið eftir allar mínar heimsins áhyggjur á þessum dásamlega stað og snúið heim á leið sem nýsleginn túskildingur. Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið
Leirböð hafa lengi vakið áhuga minn og svalaði ég þeirri löngun til að prófa núna um daginn þegar ég heimsótti Heilsustofnunina í Hveragerði á dögunum. Ég velti því fyrir mér af hverju í ósköpunum væri nú gott að leggjast í bað fullt af volgum leir þegar ljúft freyðibað væri nú kannski augljósari og ákjósanlegri kostur allavegana svona í fyrstu. Ég komst nú fljótlega að því að leirböð væru nú eitthvað stærra og meira en einungis til þess að svala “sandkassaendurminningum” úr barnæsku. Volgur jarðleir er nefnilega forn lækningarmeðferð sem hefur þróast við bað- og náttúrulækningar í Evrópu um aldir. Þar tíðkaðist að nota leðju eða sjávarbotnfall í meðferðum sem eru enn notaðar víða um heim. Á Heilsustofnuninni er notaður leir sem sóttur er úr leirhverum við Reykjafjall í nágrenni Hveragerðis og í honum er meðal annars kísilsýra sem er talin vera góð fyrir húðina auk þess sem hitinn (38°C–40°C) gerir vöðvum, liðum og beinum gott. Leirmeðferð hefur góð áhrif á gigtarsjúklinga, á húðsjúkdóminn psoriasis og önnur húðvandamál. Margir hafa hlotið bata til lengri eða skemmri tíma með því að stunda leirböð. Fyrir utan þessa frábæru kosti er meðferðin afskaplega slakandi og nærandi fyrir sálina. Ég er ekki frá því að ég hafi bara skilið eftir allar mínar heimsins áhyggjur á þessum dásamlega stað og snúið heim á leið sem nýsleginn túskildingur.
Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið