Þjáistu af járnskorti? Rikka skrifar 16. júlí 2014 09:00 Þjáistu af járnskorti? Mynd/Getty Járn er lífsnauðsynlegt næringarefni sem að kemur meðal annars að framleiðslu hemóglóbína, sem eru prótínsameindir sem svo aftur hjálpa rauðu blóðkornunum að flytja súrefni um líkamann.Járnskortur er einn algengasti næringarskorturinn í heiminum í dag og því ekki ólíklegt að þú hafir upplifað hann á einhverjum tímapunkti í þínu lífi. Afleiðingar járnskorts geta verið alvarlegar ef að ekkert er að gert að og því mikilvægt að vera meðvitaður um einkenni skortsins. Algengasta einkenni járnskorts er þreyta en það getur stundum verið erfitt að tengja hana beint við járnskort þar sem að ýmis önnur einkenni þurfa að fylgja. Ef að þú finnur fyrir ofþreytu daglega í langan tíma ásamt því að finna fyrir fleiri einkennum á listanum sem að á eftir kemur er líklegt að þú þjáist af járnskorti.Miklar tíðarblæðingar geta valdið járnskorti og því mikilvægt fyrir þær konur sem að upplifa miklar blæðingar að borða fæðu sem inniheldur járn eða taka inn járntöflur í kringum þetta tímabil.Fölur húðlitur getur verið eitt af einkennunum járnskorts. Hemóglóbínin gefa blóðinu rauða litinn og þar af leiðandi húðinni ferskan blæ. Skortur á þessum prótínum gerir húðina föla og líflausa. Þú færð á tilfinninguna að þú sért ekki að fá nægjanlegt súrefni í líkamann og þolið er minna.Óútskýranlegur kvíði getur verið eitt af einkennum járnskorts. Skortur á súrefni í líkamanum getur komið taugakerfinu í ójafnvægi. Kvíði getur því verið nokkurskonar kall taugakerfisins á viðbrögð. Alvarlegur járnskortur getur framkallað hárlos. Það er þó innan eðlilegs ramma að missa allt að 100 hár á dag. Á vef doktor.is er hægt að finna meira um járn og meðhöndlun við járnskorti Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Járn er lífsnauðsynlegt næringarefni sem að kemur meðal annars að framleiðslu hemóglóbína, sem eru prótínsameindir sem svo aftur hjálpa rauðu blóðkornunum að flytja súrefni um líkamann.Járnskortur er einn algengasti næringarskorturinn í heiminum í dag og því ekki ólíklegt að þú hafir upplifað hann á einhverjum tímapunkti í þínu lífi. Afleiðingar járnskorts geta verið alvarlegar ef að ekkert er að gert að og því mikilvægt að vera meðvitaður um einkenni skortsins. Algengasta einkenni járnskorts er þreyta en það getur stundum verið erfitt að tengja hana beint við járnskort þar sem að ýmis önnur einkenni þurfa að fylgja. Ef að þú finnur fyrir ofþreytu daglega í langan tíma ásamt því að finna fyrir fleiri einkennum á listanum sem að á eftir kemur er líklegt að þú þjáist af járnskorti.Miklar tíðarblæðingar geta valdið járnskorti og því mikilvægt fyrir þær konur sem að upplifa miklar blæðingar að borða fæðu sem inniheldur járn eða taka inn járntöflur í kringum þetta tímabil.Fölur húðlitur getur verið eitt af einkennunum járnskorts. Hemóglóbínin gefa blóðinu rauða litinn og þar af leiðandi húðinni ferskan blæ. Skortur á þessum prótínum gerir húðina föla og líflausa. Þú færð á tilfinninguna að þú sért ekki að fá nægjanlegt súrefni í líkamann og þolið er minna.Óútskýranlegur kvíði getur verið eitt af einkennum járnskorts. Skortur á súrefni í líkamanum getur komið taugakerfinu í ójafnvægi. Kvíði getur því verið nokkurskonar kall taugakerfisins á viðbrögð. Alvarlegur járnskortur getur framkallað hárlos. Það er þó innan eðlilegs ramma að missa allt að 100 hár á dag. Á vef doktor.is er hægt að finna meira um járn og meðhöndlun við járnskorti
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira