Fimm sekúndna gleði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 13:45 Óheppilegt upphaf fyrstu ökuferðar. Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent
Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent