„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Baldvin Þormóðsson skrifar 15. júlí 2014 13:13 Strákarnir segjast vera sökkerar fyrir góðum sub-kúltúr. mynd/skjáskot „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira