Viðskipti erlent

BRICS-ríkin stofna þróunarbanka

Randver Kári Randversson skrifar
Frá fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í dag.
Frá fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í dag. Vísir/AFP
Leiðtogar hinna svokölluðu BRICS-ríkja, þ.e. Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, skrifuðu í dag undir samkomulag um að koma á fót nýjum þróunarbanka og gjaldeyrisvarasjóði. BBC greinir frá þessu.

Ríkin fimm munu leggja 100 milljarða dollara til bankans, og skiptist upphæðin jafnt milli þeirra. Höfuðstöðvar bankans verða í Sjanghæ í Kína og verður fyrsti forseti hans frá Indlandi. Einnig stofnuðu ríkin gjaldeyrisvarasjóð upp á 100 milljarða dollara, sem hefur einkum það hlutverk að aðstoða þróunarríki í greiðsluflæðisvanda og styðja við samvinnu BRICS-ríkjanna.

Talið er að bankinn muni koma til með að veita Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum samkeppni um lánveitingar til þróunarríkja, en BRICS-ríkin hafa löngum gagnrýnt Vesturlönd fyrir að veita þróunarríkjum ekki nægjanleg völd innan þeirra stofnana. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×