Íslenski boltinn

Selfoss vann óvæntan sigur á ÍA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Arnþór
Selfoss vann óvæntan sigur á ÍA á heimavelli í kvöld en Skagamenn hafa nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum

Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik HK og KV í Kórnum og náði þessum myndum sem sjá má í myndaalbúminu hér fyrir ofan.

Með sigrinum skaust Selfoss úr fallsæti og upp í sjöunda sæti 1.deildarinnar. Ingi Rafn Ingibergsson skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og þrátt fyrir að fá ágætis tækifæri náðu Skagamenn ekki að jafna metin.

Mikill hasar var í fyrri hálfleik í leik Grindavíkur og Leiknis í Grindavík. Gestirnir úr Breiðholtinu komust 2-0 yfir eftir tuttugu mínútna leik en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin fyrir hálfleik. Bæði lið fengu tækifæri til þess að bæta við mörkum en nýttu ekki færin og lauk leiknum með jafntefli.

Viktor Unnar Illugason bjargaði stigi fyrir HK í Kórnum í 1-1 jafntefli gegn KV. Magnús Bernhard Gíslason kom KV yfir í fyrri hálfleik og þegar allt virtist stefna í að gestirnir myndu taka stigin þrjú skoraði Viktor jöfnunarmark HK í uppbótartíma.

Úrslitkvöldsins:

HK 1-1 KV

Selfoss 1-0 ÍA

Grindavík 2-2 Leiknir R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×