Á tónleikunum kemur fram fjöldinn allur af listafólki en hljómsveitirnar Hjaltalín og Kaleo stíga á stokk ásamt Snorra Helgasyni og Páli Óskari.
„Þar sem styrjaldarátök brjótast út eru fórnarlömbin alltaf börn. Þau eru alltaf fyrst í röðinni. Okkur ber skylda til að rétta þeim hjálparhönd,“ segir Páll Óskar en hann hefur verið ötull stuðningsmaður UNICEF um árabil.
Tónleikarnir fara fram í Hörpu næsta fimmtudag klukkan 21:00 og miða má nálgast á heimasíðu midi.is.

