Lífið samstarf

Heimsfrægt hjólreiðafólk í Alvogen Time Trial

Hanka Kupfernagel, margfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi í hjólreiðum kvenna er stödd hér á landi ásamt Richard Geng hjólrðeiðakappa, þekktum þjálfara í hjólreiðum og þríþraut.

Þau keppa í Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðamótinu sem fram fer í kvöld en allt öflugasta hjólreiðafólk landsins mun keppa um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014.

Hanka og Richard segjast spennt fyrir mótinu og að hjóla á Íslandi. Það hafi í raun komið þeim á óvart hve hjólreiðar eru vinsælt sport á svo norðlægum slóðum .

"Við vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir," segir Richard.

Rásmark keppninnar er við Hörpu en þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að endamarki við Hörpu. 

Keppnin hefst klukkan 19.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.