Lágt orkuverð tefur vindmyllur í Svíþjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2014 11:15 48 vindmyllur eru þegar risnar í Norður-Svíþjóð á vegum Svevind. Mynd/Svevind AB. Uppbygging stærsta vindmyllugarðs Evrópu, við Piteå í Norður-Svíþjóð, gæti stöðvast vegna minnkandi áhuga fjárfesta á vindorku. Ástæðan er lágt orkuverð. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að verkefninu hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Netmiðillinn Barentsobserver hefur einnig fjallað um málið. Í Markbygden er áformað að reisa 1.100 vindmyllur fyrir árið 2021. Við bestu aðstæður gætu þær skilað allt að 12 teravattstundum raforku, sem er álíka mikið og allt virkjað vatnsafl á Íslandi. 48 vindmyllur eru þegar komnar upp en ekki hefur tekist að fjármagna næsta áfanga, sem eru 77 vindmyllur. Talsmaður félagsins, Wolfgang Krupp, segir að 300 milljónir evra, eða um 50 milljarða íslenskra króna, vanti til að halda áfram. „Í versta falli verðum við að stöðva verkefnið og bíða betri tíma,“ er haft eftir honum. Áfram verður þó unnið við vegagerð og undirstöður þar til fjárfestar finnast. Að verkefninu standa fyrirtækin Svevind og Enercon. Hver vindmylla verður 200 metra há og á að framleiða 2,3 til 7,5 megavött. Tengdar fréttir Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Uppbygging stærsta vindmyllugarðs Evrópu, við Piteå í Norður-Svíþjóð, gæti stöðvast vegna minnkandi áhuga fjárfesta á vindorku. Ástæðan er lágt orkuverð. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að verkefninu hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Netmiðillinn Barentsobserver hefur einnig fjallað um málið. Í Markbygden er áformað að reisa 1.100 vindmyllur fyrir árið 2021. Við bestu aðstæður gætu þær skilað allt að 12 teravattstundum raforku, sem er álíka mikið og allt virkjað vatnsafl á Íslandi. 48 vindmyllur eru þegar komnar upp en ekki hefur tekist að fjármagna næsta áfanga, sem eru 77 vindmyllur. Talsmaður félagsins, Wolfgang Krupp, segir að 300 milljónir evra, eða um 50 milljarða íslenskra króna, vanti til að halda áfram. „Í versta falli verðum við að stöðva verkefnið og bíða betri tíma,“ er haft eftir honum. Áfram verður þó unnið við vegagerð og undirstöður þar til fjárfestar finnast. Að verkefninu standa fyrirtækin Svevind og Enercon. Hver vindmylla verður 200 metra há og á að framleiða 2,3 til 7,5 megavött.
Tengdar fréttir Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00