Af hverju skipti Louis van Gaal um markvörð? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2014 23:35 Skiptingin sögulega á 120. mínútu. Vísir/AFP Holland er komið í undanúrslit á HM í í knattspyrnu í Brasilíu eftir dramatískan sigur á spútnikliði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í kvöld. Þeir appelsínugulu voru töluvert sterkari aðilinn en var fyrirmunað að skora. Keylor Navas átti enn einn stórleikinn í marki Kosta Ríka en leikmenn liðsins fögnuðu vel þegar slakur dómari leiksins, Ravshan Irmatov, flautaði til leiksloka. Litla liðið á alltaf góðan möguleika í vítaspyrnukeppni og með Navas í stuði, með sigurinn á Grikkjum ofarlega í huga, var útlitið gott. Vítaspyrnukeppnina má sjá hér. Leikmenn Kosta Ríka höfðu þó um eitt að hugsa á meðan Jorge Luis Pinto, þjálfari liðsins, valdi spyrnumenn fyrir vítaspyrnukeppnina. Af hverju skipti Louis van Gaal, þjálfari Hollendinga, um markvörð á 120. mínútu? Jasper Cillessen hafði átt frekar náðugan dag í marki Hollands en fór af velli fyrir Tim Krul, markvörð Newcastle. Tölfræði Krul í vítaspyrnum með félagsliði sínu er ekkert sérstök. Tvö víti varin af tuttugu og tveimur. Enginn vítabani og ekkert sem þú finnur feitletrað á ferilskrá kappans. Það er reyndar Cillessen ekki heldur. Hvað var van Gaal að spá? Margt kemur til. Hið augljósa er kannski að Krul er fimm sentimetrum hærri en Cillessen. Auk þess sú einfalda staðreynd að fá ferskan markvörð inn. Þrátt fyrir að hafa átt náðugan dag hafði Cillessen verið á ferðinni í 120 mínútur fyrir utan upphitun. Full einbeiting í allan þennan tíma er lýjandi. Spyrjið bara Peter Shilton. Kvöldið í Tórínó Í undanúrslitum á HM 1990 í Tórínó á Ítalíu mættust England og Vestur-Þýskaland. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 1-1 og sama staða að lokinni framlengingu. Vítaspyrnukeppni framundan og við skulum bara segja að samband Þjóðverja og vítaspyrnukeppna sé afar náið og gott. Enda fór svo að þeir þýsku skoruðu úr öllum spyrnum sínum og fögnuðu sigri. Fögnuðu heimsmeistaratitlinum í kjölfarið eftir sigurmark úr vítaspyrnu gegn Argentínu. Englendingar höfnuðu í fjórða sæti. En hvað ef Bobby Robson, þjálfari Englendinga, hefði tekið ákvörðun á borð við van Gaal undir lok framlengingar? Hvað þá? Shilton var kominn á fimmtugsaldur, fagnaði 41. afmælisdegi sínum rúmum tveimur mánuðum síðar, og gjörsamlega búinn á því. Hann fór reyndar í rétt horn í öllum spyrnum Þjóðverja en virtist frekar kasta sér á eftir boltanum en velja sér horn. Bobby Robson, þjálfari Englands, átti skiptingu eftir. Hinn 31 árs gamli, Chris Woods, beið á bekknum. Sömuleiðis Dave Beasant. Hefðu Beasant eða Woods varið spyrnu frá þýskum landsliðsmanni? Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um það. Shilton var hins vegar aldrei að fara að verja víti. Ekki misskilja mig. Shilton er einn besti knattspyrnumaður sem England hefur alið, Líka sá landsleikjahæsti, en árið 1990 var hann bara löngu kominn yfir sitt besta. Markið sem V-Þjóðverjar skoruðu í leiknum (e. fjórar mínútur í efra myndbandinu) og markið sem Shilton gaf í leiknum um 3. sætið gegn Ítalíu (í upphafi neðra myndbandsins) bera þess merki. Sálfræðilegi þátturinn Með því að skipta Woods eða Beasant inn á hefði eitt gerst. Leikmenn Vestur-Þýskalands hefðu byrjað að velta hlutunum fyrir sér. Hver er þessi nýi markvörður? Hvað veit hann sem Shilton veit ekki? Ætli hann sé búinn að stúdera spyrnurnar okkar? Hvort sem Beasant eða Woods hefðu verið búnir að stúdera spyrnurnar eða ekki þá var markmiði náð. Leikmenn andstæðinganna höfðu einum hlut meira að hugsa um. Það er vandamálið við vítaspyrnur. Allar bestu vítaskyttur heimsins geta klínt boltanum á óverjandi stað í hverri spyrnu þegar ekkert er undir. Þegar mikið er undir, eins og í útsláttarkeppni á HM, fer hjartað að slá örar. Menn fara að pæla. Því meira, því verra. Það hafði vafalítið áhrif á ákvörðun Van Gaal í kvöld. Krul er enginn vítabani en innkoma hans fékk alla heimsbyggðina til að hugsa. Leikmenn Kosta Ríka voru ekki undanskildir. Anelka braut regluna Enginn ætti að efast um hve mikil undirbúningsvinna fer fram fyrir leiki í útsláttarkeppnum á stórmótum í knattspyrnu. Reyndar gildir það um alla stórleiki í knattspyrnu þar sem möguleiki er á að leikurinn endi í vítaspyrnukeppni. Manchester United og Chelsea mættust í úrslitaleik Meistaradeildar í Moskvu árið 2008. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Leikmenn Chelsea höfðu fengið leiðbeiningar frá vítaspyrnusérfræðingi, góðvini Avram Grant, stjóra Chelsea. Hann hafði greint hreyfingar Edwin van der Sar, markvarðar Manchester United, í þaula þegar kom að vítaspyrnum. Voru tvö atriði efst á lista þegar kom að hollenska markverðinum. Annars vegar var hann miklu líklegri til að kasta sér til hægri gegn réttfættum spyrnumönnum og vinstri gegn örvfættum. Hins vegar varði hann langflestar vítaspyrnur þar sem boltinn var í mittishæð. Réttfættir leikmenn Chelsea fóru allir að ráðum sérfræðingsins og spyrntu boltanum í hægra hornið frá sér séð. Meira að segja John Terry en því miður fyrir miðvörðinn rann hann og setti boltann framhjá markinu. Eini örvfætti leikmaðurinn sem spyrnti, Ashley Cole, braut hins vegar regluna. Setti boltann í vinstra hornið og viti menn. Van der Sar kastaði sér á eftir boltanum og hafði hönd á honum en boltinn lak inn. Svo var komið að Frakkanum Nicolas Anelka. Formúlan hafði gengið fullkomlega upp þegar hér var komið við sögu. En var van der Sar búinn að átta sig á leikmönnum Chelsea? Anelka, líkt og Cole, braut regluna. Setti boltann með hægri fæti vinstra megin við Van der Saar og það sem verra var, í mittishæð. Hollendingurinn varði spyrnuna og United fagnaði Evrópumeistaratitli. Undirbúningur Þjálfarateymi hollenska liðsins var vafalítið búið að kortleggja spyrnur Kosta Ríka manna. Krul fór í rétt horn í öllum spyrnunum og varði tvær með tilþrifum. Það er ekkert sérstaklega algengt að aðalmarkvörður meiðist á stórmótum og varamarkvörður þurfi að koma við sögu. Hvers vegna ekki að nýta tímann og leggjast yfir vítaspyrnutækni Kosta Ríka með varamarkverðinum? Hollendingar hafa gert það og líklegt er að sömuleiðis hafi þeir stúderað hreyfingar Navas í marki Kosta Ríka. Einnig var önnur góð og gild ástæða til að skipta um markvörð. Kosta Ríka undirbjó sig án nokkurs vafa fyrir hina mögulegu útkomu, vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymið hefur skoðað spyrnur Hollendinganna og sömuleiðis hegðun markvarðar Hollands. Hins vegar er afar ólíklegt að þjálfararnir hafi lagst yfir hreyfingar og hegðun varamarkvarðar Hollendinga. Leikmenn Kosta Ríka vissu því nákvæmlega ekkert um hegðunarmynstur Krul þegar þeir bjuggu sig undir að spyrna. Krul vissi öllu meira um þá. Arjen Robben og Louis van Gaal.Vísir/AFP Reynsla vegur þungt Auðvitað er innkoma Krul ekki eina ástæða þess að Hollendingar unnu sigur. Spyrnumenn Hollendinga eru reyndari knattspyrnumenn en kollegar þeirra frá Kosta Ríka og öllu vanir þegar kemur að stóra sviðinu. Voru leikmenn Kosta Ríka þreyttari en hollensku leikmennirnir í aðdraganda vítakeppninnar? Margt kemur til og hægt að velta endalaust fyrir sér hinum og þessum þáttum. Það verður hins vegar ekki litið framhjá ákvörðun van Gaal. Hún var risastór, hugrökk og frumleg enda hefðu menn verið fljótir að gagnrýna hana hefði hún ekki gengið upp. Svo fór hins vegar ekki eins og alþjóð veit og ljóst að einu knattspyrnuáhugamennirnir í heiminum sem eru spenntari þessa stundina en stuðningsmenn Hollands eru stuðningsmenn Manchester United. Van Gaal er sem kunnugt er tekinn við sem knattspyrnustjóri þeirra rauðklæddu. Eina spurningin er sú hvort höfuðið á van Gaal, sem skorti svo sem ekki sjálfstraust fyrir leik kvöldsins, komist í gegnum innganginn á Old Trafford eftir afrek kvöldsins. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Holland er komið í undanúrslit á HM í í knattspyrnu í Brasilíu eftir dramatískan sigur á spútnikliði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í kvöld. Þeir appelsínugulu voru töluvert sterkari aðilinn en var fyrirmunað að skora. Keylor Navas átti enn einn stórleikinn í marki Kosta Ríka en leikmenn liðsins fögnuðu vel þegar slakur dómari leiksins, Ravshan Irmatov, flautaði til leiksloka. Litla liðið á alltaf góðan möguleika í vítaspyrnukeppni og með Navas í stuði, með sigurinn á Grikkjum ofarlega í huga, var útlitið gott. Vítaspyrnukeppnina má sjá hér. Leikmenn Kosta Ríka höfðu þó um eitt að hugsa á meðan Jorge Luis Pinto, þjálfari liðsins, valdi spyrnumenn fyrir vítaspyrnukeppnina. Af hverju skipti Louis van Gaal, þjálfari Hollendinga, um markvörð á 120. mínútu? Jasper Cillessen hafði átt frekar náðugan dag í marki Hollands en fór af velli fyrir Tim Krul, markvörð Newcastle. Tölfræði Krul í vítaspyrnum með félagsliði sínu er ekkert sérstök. Tvö víti varin af tuttugu og tveimur. Enginn vítabani og ekkert sem þú finnur feitletrað á ferilskrá kappans. Það er reyndar Cillessen ekki heldur. Hvað var van Gaal að spá? Margt kemur til. Hið augljósa er kannski að Krul er fimm sentimetrum hærri en Cillessen. Auk þess sú einfalda staðreynd að fá ferskan markvörð inn. Þrátt fyrir að hafa átt náðugan dag hafði Cillessen verið á ferðinni í 120 mínútur fyrir utan upphitun. Full einbeiting í allan þennan tíma er lýjandi. Spyrjið bara Peter Shilton. Kvöldið í Tórínó Í undanúrslitum á HM 1990 í Tórínó á Ítalíu mættust England og Vestur-Þýskaland. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 1-1 og sama staða að lokinni framlengingu. Vítaspyrnukeppni framundan og við skulum bara segja að samband Þjóðverja og vítaspyrnukeppna sé afar náið og gott. Enda fór svo að þeir þýsku skoruðu úr öllum spyrnum sínum og fögnuðu sigri. Fögnuðu heimsmeistaratitlinum í kjölfarið eftir sigurmark úr vítaspyrnu gegn Argentínu. Englendingar höfnuðu í fjórða sæti. En hvað ef Bobby Robson, þjálfari Englendinga, hefði tekið ákvörðun á borð við van Gaal undir lok framlengingar? Hvað þá? Shilton var kominn á fimmtugsaldur, fagnaði 41. afmælisdegi sínum rúmum tveimur mánuðum síðar, og gjörsamlega búinn á því. Hann fór reyndar í rétt horn í öllum spyrnum Þjóðverja en virtist frekar kasta sér á eftir boltanum en velja sér horn. Bobby Robson, þjálfari Englands, átti skiptingu eftir. Hinn 31 árs gamli, Chris Woods, beið á bekknum. Sömuleiðis Dave Beasant. Hefðu Beasant eða Woods varið spyrnu frá þýskum landsliðsmanni? Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um það. Shilton var hins vegar aldrei að fara að verja víti. Ekki misskilja mig. Shilton er einn besti knattspyrnumaður sem England hefur alið, Líka sá landsleikjahæsti, en árið 1990 var hann bara löngu kominn yfir sitt besta. Markið sem V-Þjóðverjar skoruðu í leiknum (e. fjórar mínútur í efra myndbandinu) og markið sem Shilton gaf í leiknum um 3. sætið gegn Ítalíu (í upphafi neðra myndbandsins) bera þess merki. Sálfræðilegi þátturinn Með því að skipta Woods eða Beasant inn á hefði eitt gerst. Leikmenn Vestur-Þýskalands hefðu byrjað að velta hlutunum fyrir sér. Hver er þessi nýi markvörður? Hvað veit hann sem Shilton veit ekki? Ætli hann sé búinn að stúdera spyrnurnar okkar? Hvort sem Beasant eða Woods hefðu verið búnir að stúdera spyrnurnar eða ekki þá var markmiði náð. Leikmenn andstæðinganna höfðu einum hlut meira að hugsa um. Það er vandamálið við vítaspyrnur. Allar bestu vítaskyttur heimsins geta klínt boltanum á óverjandi stað í hverri spyrnu þegar ekkert er undir. Þegar mikið er undir, eins og í útsláttarkeppni á HM, fer hjartað að slá örar. Menn fara að pæla. Því meira, því verra. Það hafði vafalítið áhrif á ákvörðun Van Gaal í kvöld. Krul er enginn vítabani en innkoma hans fékk alla heimsbyggðina til að hugsa. Leikmenn Kosta Ríka voru ekki undanskildir. Anelka braut regluna Enginn ætti að efast um hve mikil undirbúningsvinna fer fram fyrir leiki í útsláttarkeppnum á stórmótum í knattspyrnu. Reyndar gildir það um alla stórleiki í knattspyrnu þar sem möguleiki er á að leikurinn endi í vítaspyrnukeppni. Manchester United og Chelsea mættust í úrslitaleik Meistaradeildar í Moskvu árið 2008. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Leikmenn Chelsea höfðu fengið leiðbeiningar frá vítaspyrnusérfræðingi, góðvini Avram Grant, stjóra Chelsea. Hann hafði greint hreyfingar Edwin van der Sar, markvarðar Manchester United, í þaula þegar kom að vítaspyrnum. Voru tvö atriði efst á lista þegar kom að hollenska markverðinum. Annars vegar var hann miklu líklegri til að kasta sér til hægri gegn réttfættum spyrnumönnum og vinstri gegn örvfættum. Hins vegar varði hann langflestar vítaspyrnur þar sem boltinn var í mittishæð. Réttfættir leikmenn Chelsea fóru allir að ráðum sérfræðingsins og spyrntu boltanum í hægra hornið frá sér séð. Meira að segja John Terry en því miður fyrir miðvörðinn rann hann og setti boltann framhjá markinu. Eini örvfætti leikmaðurinn sem spyrnti, Ashley Cole, braut hins vegar regluna. Setti boltann í vinstra hornið og viti menn. Van der Sar kastaði sér á eftir boltanum og hafði hönd á honum en boltinn lak inn. Svo var komið að Frakkanum Nicolas Anelka. Formúlan hafði gengið fullkomlega upp þegar hér var komið við sögu. En var van der Sar búinn að átta sig á leikmönnum Chelsea? Anelka, líkt og Cole, braut regluna. Setti boltann með hægri fæti vinstra megin við Van der Saar og það sem verra var, í mittishæð. Hollendingurinn varði spyrnuna og United fagnaði Evrópumeistaratitli. Undirbúningur Þjálfarateymi hollenska liðsins var vafalítið búið að kortleggja spyrnur Kosta Ríka manna. Krul fór í rétt horn í öllum spyrnunum og varði tvær með tilþrifum. Það er ekkert sérstaklega algengt að aðalmarkvörður meiðist á stórmótum og varamarkvörður þurfi að koma við sögu. Hvers vegna ekki að nýta tímann og leggjast yfir vítaspyrnutækni Kosta Ríka með varamarkverðinum? Hollendingar hafa gert það og líklegt er að sömuleiðis hafi þeir stúderað hreyfingar Navas í marki Kosta Ríka. Einnig var önnur góð og gild ástæða til að skipta um markvörð. Kosta Ríka undirbjó sig án nokkurs vafa fyrir hina mögulegu útkomu, vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymið hefur skoðað spyrnur Hollendinganna og sömuleiðis hegðun markvarðar Hollands. Hins vegar er afar ólíklegt að þjálfararnir hafi lagst yfir hreyfingar og hegðun varamarkvarðar Hollendinga. Leikmenn Kosta Ríka vissu því nákvæmlega ekkert um hegðunarmynstur Krul þegar þeir bjuggu sig undir að spyrna. Krul vissi öllu meira um þá. Arjen Robben og Louis van Gaal.Vísir/AFP Reynsla vegur þungt Auðvitað er innkoma Krul ekki eina ástæða þess að Hollendingar unnu sigur. Spyrnumenn Hollendinga eru reyndari knattspyrnumenn en kollegar þeirra frá Kosta Ríka og öllu vanir þegar kemur að stóra sviðinu. Voru leikmenn Kosta Ríka þreyttari en hollensku leikmennirnir í aðdraganda vítakeppninnar? Margt kemur til og hægt að velta endalaust fyrir sér hinum og þessum þáttum. Það verður hins vegar ekki litið framhjá ákvörðun van Gaal. Hún var risastór, hugrökk og frumleg enda hefðu menn verið fljótir að gagnrýna hana hefði hún ekki gengið upp. Svo fór hins vegar ekki eins og alþjóð veit og ljóst að einu knattspyrnuáhugamennirnir í heiminum sem eru spenntari þessa stundina en stuðningsmenn Hollands eru stuðningsmenn Manchester United. Van Gaal er sem kunnugt er tekinn við sem knattspyrnustjóri þeirra rauðklæddu. Eina spurningin er sú hvort höfuðið á van Gaal, sem skorti svo sem ekki sjálfstraust fyrir leik kvöldsins, komist í gegnum innganginn á Old Trafford eftir afrek kvöldsins.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira