LEGO-kubbar sagðir menga hug barna Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2014 13:30 Lego-leikföng með vörumerki Shell hafa verið framleidd í hálfa öld. Greenpeace-samtökin hafa ýtt úr vör alþjóðlegri herferð gegn danska leikfangaframleiðandanum Lego. Samtökin segja að með samstarfi sínu við Shell taki Lego þátt í að „menga hug barna“. Lego hafi selt leikföng í tugmilljónatali sem fegri ímynd olíufélags sem standi fyrir olíuborunum á norðurslóðum. Skora þau á Lego að slíta öll tengsl við Shell.Greenpeace sakar Lego um að „menga hug barna" með samstarfi við olíufélagið.Forstjóri Lego, Jørgen Vig Knudstorp, segir í yfirlýsingu að það sé eindregin skoðun fyrirtækisins að þetta sé mál milli Greenpeace og Shell og harmar að nafn Lego sé notað sem tæki í hverskyns ágreiningi milli samtaka. Lego gangi út frá því að Shell starfi á ábyrgan hátt hvar sem er í heiminum en grípi annars til viðeigandi ráðstafana. Hann undirstrikar að Lego muni standa við langtímasamning sinn við Shell. Samstarf Lego og Shell hefur staðið meira og minna í hálfa öld og falist í framleiðslu margskyns tegunda legokubba og leikfanga með vörumerki Shell. Þannig hefur aðdáendum þessara vinsælu kubba boðist að setja saman hluti eins og olíubíla, bensínstöðvar, olíuskip og meira að segja olíuborpalla, allt með nafni Shell. Nýlegt leikfang Lego er formúlu-kappakstursbíll með merki Shell.Shell er ekki eina vörumerkið sem nýtir sér legokubba til kynningar.Mynd/Greenpeace.Shell er langt frá því eina vörumerkið sem farið hefur á legokubba. Mörg af þekktustu fyrirtækjum heims, þar á meðal flest olíufélög, hafa nýtt sér Lego í kynningarskyni. Einnig íslensk fyrirtæki en framleiddar hafa verið Lego-leikfangaflugvélar merktar Icelandair. Meira að segja Greenpeace-samtökin eru ekki saklaus af því að notfæra sér plastkubbana vinsælu til að breiða út sinn boðskap. Þess má geta að plast er afurð olíuiðnaðarins. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Greenpeace-samtökin hafa ýtt úr vör alþjóðlegri herferð gegn danska leikfangaframleiðandanum Lego. Samtökin segja að með samstarfi sínu við Shell taki Lego þátt í að „menga hug barna“. Lego hafi selt leikföng í tugmilljónatali sem fegri ímynd olíufélags sem standi fyrir olíuborunum á norðurslóðum. Skora þau á Lego að slíta öll tengsl við Shell.Greenpeace sakar Lego um að „menga hug barna" með samstarfi við olíufélagið.Forstjóri Lego, Jørgen Vig Knudstorp, segir í yfirlýsingu að það sé eindregin skoðun fyrirtækisins að þetta sé mál milli Greenpeace og Shell og harmar að nafn Lego sé notað sem tæki í hverskyns ágreiningi milli samtaka. Lego gangi út frá því að Shell starfi á ábyrgan hátt hvar sem er í heiminum en grípi annars til viðeigandi ráðstafana. Hann undirstrikar að Lego muni standa við langtímasamning sinn við Shell. Samstarf Lego og Shell hefur staðið meira og minna í hálfa öld og falist í framleiðslu margskyns tegunda legokubba og leikfanga með vörumerki Shell. Þannig hefur aðdáendum þessara vinsælu kubba boðist að setja saman hluti eins og olíubíla, bensínstöðvar, olíuskip og meira að segja olíuborpalla, allt með nafni Shell. Nýlegt leikfang Lego er formúlu-kappakstursbíll með merki Shell.Shell er ekki eina vörumerkið sem nýtir sér legokubba til kynningar.Mynd/Greenpeace.Shell er langt frá því eina vörumerkið sem farið hefur á legokubba. Mörg af þekktustu fyrirtækjum heims, þar á meðal flest olíufélög, hafa nýtt sér Lego í kynningarskyni. Einnig íslensk fyrirtæki en framleiddar hafa verið Lego-leikfangaflugvélar merktar Icelandair. Meira að segja Greenpeace-samtökin eru ekki saklaus af því að notfæra sér plastkubbana vinsælu til að breiða út sinn boðskap. Þess má geta að plast er afurð olíuiðnaðarins.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira