Sumir þeirra hafa aldrei heyrt á tölvuna minnst á meðan nokkrir hafa heyrt um Game Boy frá foreldrum sínum.
Viðbrögðin þegar ungmennin prófa tölvuna í fyrsta sinn eru vægast sagt stórkostleg og eru þau flest sammála um að tækið sé í stærra lagi miðað við þær leikjatölvur sem tíðkast í dag.
Game Boy er ferðaleikjatölva frá Nintendo sem kom fyrst á markaðinn árið 1989. Tölvan vakti gríðarlega lukku í Bandaríkjunum og seldust milljón tölvur á nokkrum vikum þegar hún fór fyrst í sölu.