Bretar vilja flytja út haggis til Bandaríkjanna Randver Kári Randversson skrifar 30. júní 2014 14:50 Bandarískir og breskir íþróttamenn bragða á Haggis á vörukynningu Sainsbury´s í Glasgow í vetur. Vísir/Getty Images Bresk yfirvöld freista þess nú fá Bandaríkjamenn til að heimila innflutning á haggis, eftir áratugalangt innflutningsbann á þessum þjóðarrétti Skota. Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, hyggst fara þess á leit á fundi með bandaríska starfsbróður sínum, Tom Vilsack, að banninu verði aflétt. Fjallað er um málið á vef Western Daily Press. Innflutningur á haggis til Bandaríkjanna hefur verið óheimill frá árinu 1971, en það ár var neysla á kindalungum, sem er meðal undirstöðu innihaldsefna í haggis, bönnuð í landinu. Auk þess hefur verið í gildi innflutningsbann á bresku kindakjöti frá 1989 vegna riðufaraldurs sem þá kom upp. Skoskir framleiðendur haggis binda vonir við að þar með opnist markaður fyrir vöruna sem sé ennþá stærri en breski heimamarkaðurinn, vegna þess hve vörur tengdar skoskri menningararfleifð njóti mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld telja að hægt verði að taka málið upp í tengslum við fríverslunarviðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bresk yfirvöld freista þess nú fá Bandaríkjamenn til að heimila innflutning á haggis, eftir áratugalangt innflutningsbann á þessum þjóðarrétti Skota. Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, hyggst fara þess á leit á fundi með bandaríska starfsbróður sínum, Tom Vilsack, að banninu verði aflétt. Fjallað er um málið á vef Western Daily Press. Innflutningur á haggis til Bandaríkjanna hefur verið óheimill frá árinu 1971, en það ár var neysla á kindalungum, sem er meðal undirstöðu innihaldsefna í haggis, bönnuð í landinu. Auk þess hefur verið í gildi innflutningsbann á bresku kindakjöti frá 1989 vegna riðufaraldurs sem þá kom upp. Skoskir framleiðendur haggis binda vonir við að þar með opnist markaður fyrir vöruna sem sé ennþá stærri en breski heimamarkaðurinn, vegna þess hve vörur tengdar skoskri menningararfleifð njóti mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld telja að hægt verði að taka málið upp í tengslum við fríverslunarviðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira