Búðu til þinn eigin svitalyktareyði Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 30. júní 2014 15:30 Mynd/Getty Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar. Heilsa Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið
Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar.
Heilsa Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið