Google ver 5,7 milljörðum í að kenna stúlkum forritun Bjarki Ármannsson skrifar 20. júní 2014 23:19 Google hefur hrint af stað verkefninu Made with Code til að vekja áhuga ungra stúlkna á forritun. Vísir/AFP/AFP Netrisinn Google hrinti í gær af stað verkefninu Made with code sem hefur það að markmiði að kenna ungum stúlkum forritun. Fyrirtækið hefur áður heitið því að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að fjölga konum í Kísildal, en um 5,7 milljörðum íslenskra króna er varið til verkefnisins.Frá þessu er greint á vef tímaritsins TIME. Google tilkynnti í síðasta mánuði að aðeins sautján prósent allra starfsmanna þeirra á tæknisviði eru konur. Þetta vandamál nær til fleiri fyrirtækja en Google, en talið er að árið 2020 verði 1,4 milljónir lausra starfa í boði fyrir tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum. Hinsvegar verði aðeins um fjögur hundruð þúsund menntaðir tölvunarfræðingar til að sinna þeim. Þetta vandamál er meðal annars tilkomið vegna þess að mjög fáar konur sækja í þessi störf. Einungis um tólf prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum eru konur. Made with code, vefsíða sem inniheldur meðal annars kóðunaræfingar og sögur kvenna sem starfa á tæknideildum, miðar að því að auka þetta hlutfall. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra stúlkna en rannsóknir Google segja að flestar konur ákveði hvort þær hafi áhuga á því að læra að forrita fyrir tvítugt. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Netrisinn Google hrinti í gær af stað verkefninu Made with code sem hefur það að markmiði að kenna ungum stúlkum forritun. Fyrirtækið hefur áður heitið því að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að fjölga konum í Kísildal, en um 5,7 milljörðum íslenskra króna er varið til verkefnisins.Frá þessu er greint á vef tímaritsins TIME. Google tilkynnti í síðasta mánuði að aðeins sautján prósent allra starfsmanna þeirra á tæknisviði eru konur. Þetta vandamál nær til fleiri fyrirtækja en Google, en talið er að árið 2020 verði 1,4 milljónir lausra starfa í boði fyrir tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum. Hinsvegar verði aðeins um fjögur hundruð þúsund menntaðir tölvunarfræðingar til að sinna þeim. Þetta vandamál er meðal annars tilkomið vegna þess að mjög fáar konur sækja í þessi störf. Einungis um tólf prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum eru konur. Made with code, vefsíða sem inniheldur meðal annars kóðunaræfingar og sögur kvenna sem starfa á tæknideildum, miðar að því að auka þetta hlutfall. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra stúlkna en rannsóknir Google segja að flestar konur ákveði hvort þær hafi áhuga á því að læra að forrita fyrir tvítugt.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira