Tuttugu bestu myndbönd Michaels Jackson og sagan á bakvið þau Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2014 12:50 Fimm ár eru liðin síðan poppkóngurinn Michael Jackson lést, aðeins fimmtugur að aldri. Hann skildi eftir sig aragrúa af frábærum lögum og hafði hann gríðarleg áhrif á tónlistarsöguna, allt frá því hann hóf ferilinn með bræðrum sínum í hljómsveitinni The Jackson 5 árið 1964. Lífið tekur saman tuttugu flottustu myndbönd Michaels og söguna á bakvið þau öll.20. Jam (1992)Michael Jackson og körfuboltagoðið Michael Jordan voru geysivinsælir í kringum árið 1992 og í myndbandinu við lagið Jam af plötunni Dangerous leiddu þeir saman hesta sína. „Við spjölluðum lítið. Það var auðveldara að spila bara tónlistina og gefa þeim lausan tauminn – í dansi eða körfubolta. Tónlistin var svo hávær að þeir gátu lítið talað saman þannig að þeir þurftu að leyfa tónlistinni að segja sér hvernig þeir áttu að haga sér,“ segir leikstjóri myndbandsins David Kellogg.Myndbandið var tekið upp í yfirgefnu húsi í Chicago í Bandaríkjunum, nálægt heimavelli körfuboltaliðs Jordans á þeim tíma, Chicago Bulls. „Framleiðsluteymið þóttist vera að taka upp auglýsingu fyrir majónes. Hvorki lögreglan né húseigandinn vissi hvað við vorum með í bígerð. Michael Jackson kom á tökustað í hjólhýsi. Við byggðum göng fyrir hann þannig að enginn gæti séð hann fara inn í bygginguna. Stuttu síðar kom Michael Jordan sem keyrði sjálfur á tökustað,“ segir David. „Micahel Jackson var ekki sérstaklega góður í körfubolta, Michael Jordan var ekki sérstaklega góður dansari. Michael Jackson var með það að leiðarljósi að skemmta sér. Það sem ég fékk út úr þessu var að ég horfði aldrei aftur á körfubolta sömu augum. Körfuboltamenn eru bara dansarar sem hlaupa um í skipulagðri og óskipulagðri rútínu með leikmun og sýna stórkostlega fimleika fyrir framan risastóran hóp af æstum aðdáendum,“ bætir David við. „Á einum tímapunkti var [Jackson] með flensu eða eitthvað. Hann sat úti í horni með höfuð sitt í höndum sínum og beið eftir að við græjuðum lýsinguna. Hann leit ekki vel út og ég hélt að við þyrftum að hætta við allt saman. En þegar tökur hófust tók hann sig á á ótrúlegan hátt. Við hækkuðum í tónlistinni og hann kveikti á sér með þvílíkri ástríðu og orku að ég fékk gæsahúð. Hvaðan kom þetta?“19. Don‘t Stop ´Til You Get Enough (1979) Leikstjórinn Nick Saxton hafði unnið sem aðstoðarmaður Georges Lucas við hans fyrstu mynd í fullri lengd, THX 1138 árið 1971. Hann var fenginn til að leikstýra fyrsta myndbandi Michaels Jackson sem sólólistamanns. Nick elskaði að mynda takt á milli myndefnis og tónlistar, eða það sem hann kallaði „synchro-cinema“. Í Don‘t Stop ´Til You Get Enough er mikið um tæknibrellur sem í nútímanum þykja kannski ekki merkilegar en þetta er dæmi um hve gaman Jackson þótti að blanda saman nýrri tækni og gamaldags Hollywood-stíl – eitthvað sem varð mjög áberandi á ferli hans.18. Remember the Time (1992) Leikstjórinn John Singleton, sem leikstýrði Boyz N the Hood, á heiðurinn af þessari egypsku fantasíu sem er stútfull af tæknibrellum. „[Michael] sagði: Gerum hvað sem er til að gera þetta eins svalt og mögulegt er. Fáum Eddie Murphy. Fáum Magic Johnson,“ segir John. Á þessum tíma var nýbúið að greina Magic Johnson með HIV-veiruna. „Michael sagði: Við verðum að hafa Magic í þessu myndbandi. Ég man alltaf eftir því,“ bætir John við. „Þegar ég hitti hann fyrst var ég ekki stressaður því mér fannst allt lífið mitt hafa undirbúið mig fyrir þessa stund. Hann var alltaf í lífi mínu því ég var aðdáandi. Ég var fimmtán ára þegar ég fór á Grammy-verðlaunin og sá hann með öll Grammy-verðlaunin sín. Hann spurði mig hvaða lög ég fílaði og hvort mig langaði að búa til myndband. Og ég sagði: Ókei, getum við haft þeldökkt fólk í myndbandinu? Ég var að ögra honum. Og hann sagði: Hvað sem þú vilt,“ segir John þegar hann rifjar upp kynni sín af Michael Jackson. „Hann var hrekkjalómur á setti. Danshöfundurinn í þessu myndbandi var Fatima Robinson og við þrjú hittumst og hún fór í gegnum sporin með honum. Andrúmsloftið var frábært. Hann hugsaði mjög sjónrænt. Þetta voru ekki myndbönd fyrir honum. Þetta voru stuttmyndir,“ bætir John við. 17. She‘s Out of My Life (1979) Leikstjóri þessa myndbands er Bruce Gowers. „Það sem þið sjáið hér er ein taka sem var skotin á nokkrar myndavélar frá mismunandi sjónarhornum. [Þetta og myndband við lagið Rock With You] voru bæði tekin á sama deginum. Ég held að við höfum skotið eitt klukkan þrjú síðdegis og hitt klukkan fimm. Hann var mjög tilfinningasamur í þessu myndbandi. Ég var hræddur um að hann myndi brotna niður og gráta. Það gerðist næstum því en ekki alveg,“ segir Bruce. 16. Man in the Mirror (1987) „Hann hágrét,“ segir leikstjórinn Donald Wilson um stundina þegar Michael Jackson sá fyrstu útgáfuna af myndbandinu við lagið Man in the Mirror. „Hann teygði sig til mín og faðmaði mig.“ Í myndbandinu sjást börn sem búa við hungursneyð, heimilislaust fólk og ofbeldi knúið af kynþáttafordómum. Myndbandið er mjög áhrifamikið og var mótvægi við það sem tíðkaðist í myndböndum á þessum tíma. „Larry [Stossel] sagði mér að Michael vildi gera eitthvað sem snerti við fólki og segja sögu og að ég gæti hitt hann. Þetta var daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Við hittumst á háalofti Frank DiLeo [umboðsmanns Jacksons] í Encino – jafnvel háaloftið var höll. Við Michael settumst niður og gerðum lista yfir það sem okkur datt í hug. Ég endaði með tvær eða þrjár blaðsíður af hugmyndum. Michael var ekki gaur sem sagði manni hvað maður átti að gera heldur veitti manni innblástur til að gera það sem maður vildi með hans blessun,“ segir Donald. „Ég fór á stað sem geymdi myndefni og sagði: Gefið mér allt versta efnið ykkar. Í lok dags var ég búinn að horfa á lík, fjöldamorð og hungursneyð. Eftir nokkra stund fór ég á bar. Þetta var hræðilegt,“ bætir hann við. „Ég var örugglega með tvö hundruð klukkutíma af efni. Markmið mitt var að hægt væri að spila myndbandið líka afturábak. Ég ætlaði að búa til myndband þar sem fólk hafði séð áttatíu prósent af efninu en hefði skipt um stöð því það væri of erfitt að horfa á það eða of leiðinlegt. Ég ætlaði að nota þetta sama efni og láta fólk hugsa: Vá, ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Donald jafnframt en hann og Michael voru að spá í að gera uppfærða útgáfu af myndbandinu rétt áður en hann lést.15. Captain EO (1986) Leikstjórinn Francis Ford Coppola og framleiðandinn George Lucas eru mennirnir á bak við þetta sautján mínútna myndband sem var sýnt í skemmtigarðinum Disney World. „Með þrjár, sterkar og skapandi raddir – Lucas, Jackson og Coppola, kom ekki á óvart að Captain EO fór fram úr fjárhagsáætlun,“ segir fyrrverandi forstjóri Disney, Michael Eisner.Hann segir að myndbandið hafi að lokum kostað sautján milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna. Í myndbandinu eru 150 tæknibrellur, fleiri per mínútu en Lucas hafði notað í Star Wars.14. They Don‘t Care About Us (1996) Michael Jackson hringdi þrisvar í leikstjórann Spike Lee til að biðja hann um að leikstýra þessu myndbandi. Spike lagði tvisvar á því hann trúði því ekki að þetta væri í raun Michael að hringja. „Ég sagði: Mike, förum til Brasilíu og gerum þetta. Og hann sagði: Förum Spike! Það er frábært að vinna með fólki sem segir svoleiðis hluti,“ segir Spike. Þeir ferðuðust til Salvador da Bahia og Dona Marta-hverfisins í Rio de Janeiro þar sem mikið var um fíkniefnasölu og –neyslu. „Ferlið að gera Dona Marta að betri stað byrjaði með Michael Jackson. Hér eru engir fíkniefnasalar lengur og nú er hér sterkt félagslegt starf. En Michael Jackson vakti fyrst athygli á ástandinu í hverfinu,“ segir Claudia Silva, upplýsingafulltrúi ferðamála í Rio de Janeiro.13. Say Say Say (1983) „Paul var mjög óöruggur yfir því að vera nálægt Michael þegar kom að dansinum,“ segir leikstjórinn Bob Giraldi og vísar í Bítilinn Paul McCartney sem flytur lagið ásamt Michael. Þetta er fyrsta og eina myndbandið sem Paul og Michael gerðu saman. „Ég hef unnið með einhverjum af verstu dívum og súperstjörnum allra tíma á ferli mínum í kvikmyndum og auglýsingum. Paul og Michael voru ekki slæmir,“ bætir Bob við. 12. Can You Fell It (1981) Þetta verkefni var afar metnaðarfullt og unnið af Robert Abel & Associates, tæknibrelluteyminu sem vann að kvikmyndinni Tron árið 1982. Hér er um að ræða lag með hljómsveitinni The Jackson Five og þótti sérstakt við myndbandið að enginn af meðlimum sveitarinnar sést syngja í myndbandinu. 11. In the Closet (1992) „Þetta snerist ekki um íburðarmikla sviðsmynd eða fimmtíu dansara,“ segir leikstjórinn Herb Ritts. „Þetta snerist um að sýna orku Michaels á nýjan hátt,“ bætir hann við. Búningur Michaels er lágstemmdur, einfaldur, hvítur bolur og gallabuxur. Í myndbandinu leikur ofurfyrirsætan Naomi Campbell og þykir myndbandið það kynþokkafyllsta sem Michael sendi frá sér á ferlinum. Herb lést árið 2002 en var frægur ljósmyndari og myndaði jafnt stórstjörnur og þjóðarleiðtoga. 10. Who Is It (1995) Leikstjórinn David Fincher var afar eftirsóttur þegar sjónvarpsstöðin MTV var sem vinsælust en það var áður en hann varð virtur kvikmyndagerðarmaður. Stíll hans er hins vegar mjög auðþekkjanlegur í þessu myndbandi. „Fyrir mér var þetta mjög einfalt: Annað hvort erum við sammála um það sem við ætlum að gera eða ekki. En ég ætlaði ekki að plata hann í að gera eitthvað sem hann vildi ekki,“ segir David.9. Black or White (1991)John Landis, sem leikstýrði myndbandinu við lagið Thriller, sat hér aftur við stjórnvölin en Michael vildi hafa mikið ys og þys í þessu myndbandi. Macaulay Culkin, Bart Simpson, ljón, Norm úr Cheers – allur pakkinn. Michael breytist meira að segja í svartan hlébarða í myndbandinu. „Michael, af hverju viltu gera allt þetta?“ spurði John poppkónginn. „Jackson svaraði: Kannski fáum við hugmynd.“ Danshreyfingar Michaels í myndbandinu ollu usla og lokaatriði myndbandsins þar sem andlit breytast í hvort annað kostaði hundrað þúsund dollara, rúmar ellefu milljónir króna, og tók mánuð í vinnslu. „Núna geturðu auðvitað keypt hugbúnað til að gera þetta út í búð og gert þetta á fartölvunni þinni,“ segir John. 8. Leave Me Alone (1989) „Flestir leikstjórar voru búnir með sitt verk þegar þeir voru búnir að skjóta stjörnuna leika,“ segir leikstjórinn Jim Blashfield. „En þá við vorum aðeins að byrja.“ Michael var í þrjá daga í tökum fyrir þetta myndband en síðan tók við níu mánaða eftirvinnsla og tæknibrelluvinna. Þetta var svar Michaels við öllu slúðrinu um hann en í myndbandinu sést hann fara í gegnum skemmtigarð sem er fullur af slúðurfyrirsögnum um hann sjálfan. „Michael var mjög opinn fyrir þessari hugmynd. Það var frábært að hann vildi tákna lýtaaðgerðir með nefi sínu og skurðhníf. Ég heyrði útundan mér að móður hans hefði ekki verið skemmt yfir þeirri mynd. Bubbles var ekki vandmál. Michael var alltaf til í tuskið og í góðu skapi. Þetta voru auðveldar tökur fyrir Michael. Það kviknaði ekki í hárinu á honum eða neitt slíkt,“ segir Jim. 7. Beat It (1983) Rauði leðurjakkinn í þessu myndbandi er fyrir löngu orðinn víðfrægur. Leikstjórinn Bob Giraldi sá um að leikstýra myndbandinu sem náði hámarki í slagsmáli með hnífa. „Í annarri töku gaf ég aðstoðarmanni mínu alvöru hníf og sagði honum að setja hann í stað gúmmíhnífs sem einn dansaranna notaði. Hinir dansararnir forðuðust hnífinn því þeir voru í raun og veru hræddir,“ segir Bob. 6. Rock With You (1979)Bruce Gowers á heiðurinn af þessu myndbandi, maðurinn á bak við Bohemian Rhapsody með Queen. Bruce skapaði reykfyllt geimgöng á sviði í Los Angeles fyrir tökurnar. „Á þessum tíma voru myndbönd unnin fyrir smápeninga. Þetta kostaði örugglega um þrjú þúsund dollara [tæplega 350 þúsund krónur]. Í því er ekkert nema laserljós og Michael Jackson. Þetta var í upphafi sólóferils hans. Hann var mjög, mjög hræðslugjarn, mjög hljóðlátur, mjög hógvær. Hann var algjör fagmaður, jafnvel á þessum tíma,“ segir Bruce „Við fengum að leigja tökustaðinn fyrir lítinn pening því við skutum mikið af tónlistarmyndböndum. Eftirvinnslan var í lágmarki.“ 5. Smooth Criminal (1988) Smooth Criminal var aðallagið í kvikmyndinni Moonwalker frá árinu 1988. Leikstjórinn Colin Chilvers vildi að myndbandið minnti á film noir-myndirnar og Michael vildi heiðra söngleiki MGM. Saman bjuggu þeir til aðra frægustu danshreyfingu Michaels, þegar hann hallar sér fram og virðist ögra þyngdaraflinu. Colin hafði unnið að tæknibrellum við myndina Superman og festi hæla Michaels við jörðina og notaði píanóvír til að tryggja að poppkóngurinn myndi ekki detta fram fyrir sig. „Ég sýndi Michael myndina The Third Man sem mér fannst passa þema myndbandsins. Dansinn átti að sýna Fred Astaire virðingarvott. Og hann er í svipuðum búningi og Fred notaði í einni af myndum sínum, Band Wagon. Við fengum danshöfund Freds á tökustað, Hermes Pan. Hann sagði að Fred myndi vera ánægður og stoltur af því að apað væri eftir honum af svona yndislegri manneskju,“ segir Colin. „Við vorum með 46 dansara en líka danshöfunda, hárgreiðslufólk, förðunarfræðinga og allt annað sem fylgir myndbandsgerð. Í hádeginum horfðum við á tökurnar frá deginum áður. Og það var eins og teiti. Michael var þar og við öskruðum og hoppuðum þegar við sáum hvað þetta leit vel út eða Michael sagði: Við getum gert betur en þetta,“ bætir hann við. „Þetta var myndin hans Michaels og hann ætlaði að gera allt sem þurfti til að gera hana fullkomna. Framleiðandinn Dennis Jones hafði áhyggjur af tímanum sem þetta tók. Hann gekk stundum framhjá mér og kíkti á úrið sitt. Og meðleikstjóri minn Jerry Kramer lét ekki slá sig út af laginu og sagði: Dennis, þú þarft ekki úr þegar þú vinnur með Michael, þú þarft dagatal.“ 4. Scream (1995) Geimskip var byggt fyrir þessar tökur og heldur leikstjórinn Mark Romanek því fram að þetta sé dýrasta tónlistarmyndband allra tíma, en það kostaði sjö milljónir dollara, tæplega átta hundruð milljónir króna. Í laginu tekur Michael höndum saman við systur sína Janet Jackson og er myndbandið sprottið úr ást Marks á kvikmyndunum 2001: A Space Odyssey og Les Enfants Terrible. „Við fengum aðeins tvær vikur til að hanna og byggja stórar sviðsmyndir. Eina leiðin til að ná því var að nota mikinn mannafla og peninga,“ segir Mark. „[Michael og Janet] unnu hvort öðru greinilega mjög mikið og voru mjög spennt að fá að dansa saman fyrir framan myndavélar í fyrsta sinn,“ bætir Mark við. „Það kom mér á óvart hvað hann var venjulegur, vingjarnlegur og aðgengilegur. Ég eyddi miklum tíma með honum og við töluðum um áhugamál okkar, bíómyndir og hitt og þetta. Hann var heillandi og virtist hafa raunverulegan áhuga á því sem ég hafði að segja og skoðunum mínum,“ segir Mark. 3. Billie Jean (1983) Billie Jean náði toppnum á bandaríska vinsældarlistanum áður en myndbandið var sýnt á MTV. Leikstjórinn Steve Barron fékk ekki nægan pening til að nota göngustíg sem lýstist upp þegar Michael gekk á honum því myndband við lagið Thriller hafði kostað svo mikið. Því fékk hann rafvirkja sem gerði það jafnóðum. „Þegar hann gekk eftir viðlagið hugsaði ég: Fjandinn, þetta er ótrúlegt. Hann er ótrúlegur,“ segir Steve. „Við tókum fyrstu tökuna og þegar henni lauk byrjuðu allir að klappa. Við vissum að við hefðum séð nýja súperstjörnu fæðast,“ bætir hann við. 2. Bad (1987) Michael Jackson og leikstjórinn Martin Scorsese tóku höndum saman og bjuggu til þetta átján mínútna myndband. Það var tekið upp í Harlem og var leikarinn Wesley Snipes fenginn til að leika í þessu svarthvíta myndbandi. Slagsmálaatriði í anda West Side Story var síðan hápunktur myndbandsins. „Við fórum fram úr tímatakmörkunum: við eyddum tveimur og hálfri viku bara í dansatriðið. Ég var hugfanginn af því,“ segir Martin. „Ég man eftir því að hafa hitt hann [Michael] á Beverly Hills-hótelinu. Hann var mjög hljóðlátur. Fyrsta sem hann spurði mig var: Þekkirðu Michaelangelo? Og ég sagði: Já! Og við byrjuðum að tala um Michaelangelo. Hann var nýbúinn að uppgötva málverk hans, Sixtínsku kappelluna og höggmyndirnar. Hann var mjög hrifinn af því öllu,“ segir Martin en danshöfundurinn Michael Chapman, maðurinn á bak við slagsmálasenurnar í Raging Bull, samdi dansinn. „Michael vissi nákvæmlega hvað hann vildi þegar kom að dansinum. Hann hafði áhyggjur af því að allur líkami hans sæist ekki, eins og flestir stórkostlegir dansarar. En ég var búinn að hugsa aðra hluti. Mig langaði að nota nærmyndir og elta hann með myndavélinni. Hann skildi það að lokum. Ég fann aldrei fyrir mótstöðu. Hann var opinn fyrir öllu,“ segir Martin. 1. Thriller (1983) Thriller var mikilvægasta stund tónlistarsögunnar síðan Bítlarnir rokkuðu hjá Ed Sullivan. Myndbandið kostaði mikið og leikstjórinn John Landis segir forstjóra CBS Records, Walter Yetnikoff, hafa öskrað og blótað þegar hann fékk fjárhagsáætlunina í hendurnar. „Thriller hafði ljóma Hollywood, tæknibrellusnillingurinn Rick Baker breytti súperstjörnu, sem var frekar feimin, í rándýr og danshöfundurinn Michael Peters hjálpaði til með að skapa goðsagnakenndan dans,“ segir John. „Hann er ekki menntaður dansari. Hann sagði við mig að hann vildi eitthvað sem væri heitt og reitt. Hann lýsti þessu á tilfinningalegan hátt,“ bætir Michael Peters við. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fimm ár eru liðin síðan poppkóngurinn Michael Jackson lést, aðeins fimmtugur að aldri. Hann skildi eftir sig aragrúa af frábærum lögum og hafði hann gríðarleg áhrif á tónlistarsöguna, allt frá því hann hóf ferilinn með bræðrum sínum í hljómsveitinni The Jackson 5 árið 1964. Lífið tekur saman tuttugu flottustu myndbönd Michaels og söguna á bakvið þau öll.20. Jam (1992)Michael Jackson og körfuboltagoðið Michael Jordan voru geysivinsælir í kringum árið 1992 og í myndbandinu við lagið Jam af plötunni Dangerous leiddu þeir saman hesta sína. „Við spjölluðum lítið. Það var auðveldara að spila bara tónlistina og gefa þeim lausan tauminn – í dansi eða körfubolta. Tónlistin var svo hávær að þeir gátu lítið talað saman þannig að þeir þurftu að leyfa tónlistinni að segja sér hvernig þeir áttu að haga sér,“ segir leikstjóri myndbandsins David Kellogg.Myndbandið var tekið upp í yfirgefnu húsi í Chicago í Bandaríkjunum, nálægt heimavelli körfuboltaliðs Jordans á þeim tíma, Chicago Bulls. „Framleiðsluteymið þóttist vera að taka upp auglýsingu fyrir majónes. Hvorki lögreglan né húseigandinn vissi hvað við vorum með í bígerð. Michael Jackson kom á tökustað í hjólhýsi. Við byggðum göng fyrir hann þannig að enginn gæti séð hann fara inn í bygginguna. Stuttu síðar kom Michael Jordan sem keyrði sjálfur á tökustað,“ segir David. „Micahel Jackson var ekki sérstaklega góður í körfubolta, Michael Jordan var ekki sérstaklega góður dansari. Michael Jackson var með það að leiðarljósi að skemmta sér. Það sem ég fékk út úr þessu var að ég horfði aldrei aftur á körfubolta sömu augum. Körfuboltamenn eru bara dansarar sem hlaupa um í skipulagðri og óskipulagðri rútínu með leikmun og sýna stórkostlega fimleika fyrir framan risastóran hóp af æstum aðdáendum,“ bætir David við. „Á einum tímapunkti var [Jackson] með flensu eða eitthvað. Hann sat úti í horni með höfuð sitt í höndum sínum og beið eftir að við græjuðum lýsinguna. Hann leit ekki vel út og ég hélt að við þyrftum að hætta við allt saman. En þegar tökur hófust tók hann sig á á ótrúlegan hátt. Við hækkuðum í tónlistinni og hann kveikti á sér með þvílíkri ástríðu og orku að ég fékk gæsahúð. Hvaðan kom þetta?“19. Don‘t Stop ´Til You Get Enough (1979) Leikstjórinn Nick Saxton hafði unnið sem aðstoðarmaður Georges Lucas við hans fyrstu mynd í fullri lengd, THX 1138 árið 1971. Hann var fenginn til að leikstýra fyrsta myndbandi Michaels Jackson sem sólólistamanns. Nick elskaði að mynda takt á milli myndefnis og tónlistar, eða það sem hann kallaði „synchro-cinema“. Í Don‘t Stop ´Til You Get Enough er mikið um tæknibrellur sem í nútímanum þykja kannski ekki merkilegar en þetta er dæmi um hve gaman Jackson þótti að blanda saman nýrri tækni og gamaldags Hollywood-stíl – eitthvað sem varð mjög áberandi á ferli hans.18. Remember the Time (1992) Leikstjórinn John Singleton, sem leikstýrði Boyz N the Hood, á heiðurinn af þessari egypsku fantasíu sem er stútfull af tæknibrellum. „[Michael] sagði: Gerum hvað sem er til að gera þetta eins svalt og mögulegt er. Fáum Eddie Murphy. Fáum Magic Johnson,“ segir John. Á þessum tíma var nýbúið að greina Magic Johnson með HIV-veiruna. „Michael sagði: Við verðum að hafa Magic í þessu myndbandi. Ég man alltaf eftir því,“ bætir John við. „Þegar ég hitti hann fyrst var ég ekki stressaður því mér fannst allt lífið mitt hafa undirbúið mig fyrir þessa stund. Hann var alltaf í lífi mínu því ég var aðdáandi. Ég var fimmtán ára þegar ég fór á Grammy-verðlaunin og sá hann með öll Grammy-verðlaunin sín. Hann spurði mig hvaða lög ég fílaði og hvort mig langaði að búa til myndband. Og ég sagði: Ókei, getum við haft þeldökkt fólk í myndbandinu? Ég var að ögra honum. Og hann sagði: Hvað sem þú vilt,“ segir John þegar hann rifjar upp kynni sín af Michael Jackson. „Hann var hrekkjalómur á setti. Danshöfundurinn í þessu myndbandi var Fatima Robinson og við þrjú hittumst og hún fór í gegnum sporin með honum. Andrúmsloftið var frábært. Hann hugsaði mjög sjónrænt. Þetta voru ekki myndbönd fyrir honum. Þetta voru stuttmyndir,“ bætir John við. 17. She‘s Out of My Life (1979) Leikstjóri þessa myndbands er Bruce Gowers. „Það sem þið sjáið hér er ein taka sem var skotin á nokkrar myndavélar frá mismunandi sjónarhornum. [Þetta og myndband við lagið Rock With You] voru bæði tekin á sama deginum. Ég held að við höfum skotið eitt klukkan þrjú síðdegis og hitt klukkan fimm. Hann var mjög tilfinningasamur í þessu myndbandi. Ég var hræddur um að hann myndi brotna niður og gráta. Það gerðist næstum því en ekki alveg,“ segir Bruce. 16. Man in the Mirror (1987) „Hann hágrét,“ segir leikstjórinn Donald Wilson um stundina þegar Michael Jackson sá fyrstu útgáfuna af myndbandinu við lagið Man in the Mirror. „Hann teygði sig til mín og faðmaði mig.“ Í myndbandinu sjást börn sem búa við hungursneyð, heimilislaust fólk og ofbeldi knúið af kynþáttafordómum. Myndbandið er mjög áhrifamikið og var mótvægi við það sem tíðkaðist í myndböndum á þessum tíma. „Larry [Stossel] sagði mér að Michael vildi gera eitthvað sem snerti við fólki og segja sögu og að ég gæti hitt hann. Þetta var daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Við hittumst á háalofti Frank DiLeo [umboðsmanns Jacksons] í Encino – jafnvel háaloftið var höll. Við Michael settumst niður og gerðum lista yfir það sem okkur datt í hug. Ég endaði með tvær eða þrjár blaðsíður af hugmyndum. Michael var ekki gaur sem sagði manni hvað maður átti að gera heldur veitti manni innblástur til að gera það sem maður vildi með hans blessun,“ segir Donald. „Ég fór á stað sem geymdi myndefni og sagði: Gefið mér allt versta efnið ykkar. Í lok dags var ég búinn að horfa á lík, fjöldamorð og hungursneyð. Eftir nokkra stund fór ég á bar. Þetta var hræðilegt,“ bætir hann við. „Ég var örugglega með tvö hundruð klukkutíma af efni. Markmið mitt var að hægt væri að spila myndbandið líka afturábak. Ég ætlaði að búa til myndband þar sem fólk hafði séð áttatíu prósent af efninu en hefði skipt um stöð því það væri of erfitt að horfa á það eða of leiðinlegt. Ég ætlaði að nota þetta sama efni og láta fólk hugsa: Vá, ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Donald jafnframt en hann og Michael voru að spá í að gera uppfærða útgáfu af myndbandinu rétt áður en hann lést.15. Captain EO (1986) Leikstjórinn Francis Ford Coppola og framleiðandinn George Lucas eru mennirnir á bak við þetta sautján mínútna myndband sem var sýnt í skemmtigarðinum Disney World. „Með þrjár, sterkar og skapandi raddir – Lucas, Jackson og Coppola, kom ekki á óvart að Captain EO fór fram úr fjárhagsáætlun,“ segir fyrrverandi forstjóri Disney, Michael Eisner.Hann segir að myndbandið hafi að lokum kostað sautján milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna. Í myndbandinu eru 150 tæknibrellur, fleiri per mínútu en Lucas hafði notað í Star Wars.14. They Don‘t Care About Us (1996) Michael Jackson hringdi þrisvar í leikstjórann Spike Lee til að biðja hann um að leikstýra þessu myndbandi. Spike lagði tvisvar á því hann trúði því ekki að þetta væri í raun Michael að hringja. „Ég sagði: Mike, förum til Brasilíu og gerum þetta. Og hann sagði: Förum Spike! Það er frábært að vinna með fólki sem segir svoleiðis hluti,“ segir Spike. Þeir ferðuðust til Salvador da Bahia og Dona Marta-hverfisins í Rio de Janeiro þar sem mikið var um fíkniefnasölu og –neyslu. „Ferlið að gera Dona Marta að betri stað byrjaði með Michael Jackson. Hér eru engir fíkniefnasalar lengur og nú er hér sterkt félagslegt starf. En Michael Jackson vakti fyrst athygli á ástandinu í hverfinu,“ segir Claudia Silva, upplýsingafulltrúi ferðamála í Rio de Janeiro.13. Say Say Say (1983) „Paul var mjög óöruggur yfir því að vera nálægt Michael þegar kom að dansinum,“ segir leikstjórinn Bob Giraldi og vísar í Bítilinn Paul McCartney sem flytur lagið ásamt Michael. Þetta er fyrsta og eina myndbandið sem Paul og Michael gerðu saman. „Ég hef unnið með einhverjum af verstu dívum og súperstjörnum allra tíma á ferli mínum í kvikmyndum og auglýsingum. Paul og Michael voru ekki slæmir,“ bætir Bob við. 12. Can You Fell It (1981) Þetta verkefni var afar metnaðarfullt og unnið af Robert Abel & Associates, tæknibrelluteyminu sem vann að kvikmyndinni Tron árið 1982. Hér er um að ræða lag með hljómsveitinni The Jackson Five og þótti sérstakt við myndbandið að enginn af meðlimum sveitarinnar sést syngja í myndbandinu. 11. In the Closet (1992) „Þetta snerist ekki um íburðarmikla sviðsmynd eða fimmtíu dansara,“ segir leikstjórinn Herb Ritts. „Þetta snerist um að sýna orku Michaels á nýjan hátt,“ bætir hann við. Búningur Michaels er lágstemmdur, einfaldur, hvítur bolur og gallabuxur. Í myndbandinu leikur ofurfyrirsætan Naomi Campbell og þykir myndbandið það kynþokkafyllsta sem Michael sendi frá sér á ferlinum. Herb lést árið 2002 en var frægur ljósmyndari og myndaði jafnt stórstjörnur og þjóðarleiðtoga. 10. Who Is It (1995) Leikstjórinn David Fincher var afar eftirsóttur þegar sjónvarpsstöðin MTV var sem vinsælust en það var áður en hann varð virtur kvikmyndagerðarmaður. Stíll hans er hins vegar mjög auðþekkjanlegur í þessu myndbandi. „Fyrir mér var þetta mjög einfalt: Annað hvort erum við sammála um það sem við ætlum að gera eða ekki. En ég ætlaði ekki að plata hann í að gera eitthvað sem hann vildi ekki,“ segir David.9. Black or White (1991)John Landis, sem leikstýrði myndbandinu við lagið Thriller, sat hér aftur við stjórnvölin en Michael vildi hafa mikið ys og þys í þessu myndbandi. Macaulay Culkin, Bart Simpson, ljón, Norm úr Cheers – allur pakkinn. Michael breytist meira að segja í svartan hlébarða í myndbandinu. „Michael, af hverju viltu gera allt þetta?“ spurði John poppkónginn. „Jackson svaraði: Kannski fáum við hugmynd.“ Danshreyfingar Michaels í myndbandinu ollu usla og lokaatriði myndbandsins þar sem andlit breytast í hvort annað kostaði hundrað þúsund dollara, rúmar ellefu milljónir króna, og tók mánuð í vinnslu. „Núna geturðu auðvitað keypt hugbúnað til að gera þetta út í búð og gert þetta á fartölvunni þinni,“ segir John. 8. Leave Me Alone (1989) „Flestir leikstjórar voru búnir með sitt verk þegar þeir voru búnir að skjóta stjörnuna leika,“ segir leikstjórinn Jim Blashfield. „En þá við vorum aðeins að byrja.“ Michael var í þrjá daga í tökum fyrir þetta myndband en síðan tók við níu mánaða eftirvinnsla og tæknibrelluvinna. Þetta var svar Michaels við öllu slúðrinu um hann en í myndbandinu sést hann fara í gegnum skemmtigarð sem er fullur af slúðurfyrirsögnum um hann sjálfan. „Michael var mjög opinn fyrir þessari hugmynd. Það var frábært að hann vildi tákna lýtaaðgerðir með nefi sínu og skurðhníf. Ég heyrði útundan mér að móður hans hefði ekki verið skemmt yfir þeirri mynd. Bubbles var ekki vandmál. Michael var alltaf til í tuskið og í góðu skapi. Þetta voru auðveldar tökur fyrir Michael. Það kviknaði ekki í hárinu á honum eða neitt slíkt,“ segir Jim. 7. Beat It (1983) Rauði leðurjakkinn í þessu myndbandi er fyrir löngu orðinn víðfrægur. Leikstjórinn Bob Giraldi sá um að leikstýra myndbandinu sem náði hámarki í slagsmáli með hnífa. „Í annarri töku gaf ég aðstoðarmanni mínu alvöru hníf og sagði honum að setja hann í stað gúmmíhnífs sem einn dansaranna notaði. Hinir dansararnir forðuðust hnífinn því þeir voru í raun og veru hræddir,“ segir Bob. 6. Rock With You (1979)Bruce Gowers á heiðurinn af þessu myndbandi, maðurinn á bak við Bohemian Rhapsody með Queen. Bruce skapaði reykfyllt geimgöng á sviði í Los Angeles fyrir tökurnar. „Á þessum tíma voru myndbönd unnin fyrir smápeninga. Þetta kostaði örugglega um þrjú þúsund dollara [tæplega 350 þúsund krónur]. Í því er ekkert nema laserljós og Michael Jackson. Þetta var í upphafi sólóferils hans. Hann var mjög, mjög hræðslugjarn, mjög hljóðlátur, mjög hógvær. Hann var algjör fagmaður, jafnvel á þessum tíma,“ segir Bruce „Við fengum að leigja tökustaðinn fyrir lítinn pening því við skutum mikið af tónlistarmyndböndum. Eftirvinnslan var í lágmarki.“ 5. Smooth Criminal (1988) Smooth Criminal var aðallagið í kvikmyndinni Moonwalker frá árinu 1988. Leikstjórinn Colin Chilvers vildi að myndbandið minnti á film noir-myndirnar og Michael vildi heiðra söngleiki MGM. Saman bjuggu þeir til aðra frægustu danshreyfingu Michaels, þegar hann hallar sér fram og virðist ögra þyngdaraflinu. Colin hafði unnið að tæknibrellum við myndina Superman og festi hæla Michaels við jörðina og notaði píanóvír til að tryggja að poppkóngurinn myndi ekki detta fram fyrir sig. „Ég sýndi Michael myndina The Third Man sem mér fannst passa þema myndbandsins. Dansinn átti að sýna Fred Astaire virðingarvott. Og hann er í svipuðum búningi og Fred notaði í einni af myndum sínum, Band Wagon. Við fengum danshöfund Freds á tökustað, Hermes Pan. Hann sagði að Fred myndi vera ánægður og stoltur af því að apað væri eftir honum af svona yndislegri manneskju,“ segir Colin. „Við vorum með 46 dansara en líka danshöfunda, hárgreiðslufólk, förðunarfræðinga og allt annað sem fylgir myndbandsgerð. Í hádeginum horfðum við á tökurnar frá deginum áður. Og það var eins og teiti. Michael var þar og við öskruðum og hoppuðum þegar við sáum hvað þetta leit vel út eða Michael sagði: Við getum gert betur en þetta,“ bætir hann við. „Þetta var myndin hans Michaels og hann ætlaði að gera allt sem þurfti til að gera hana fullkomna. Framleiðandinn Dennis Jones hafði áhyggjur af tímanum sem þetta tók. Hann gekk stundum framhjá mér og kíkti á úrið sitt. Og meðleikstjóri minn Jerry Kramer lét ekki slá sig út af laginu og sagði: Dennis, þú þarft ekki úr þegar þú vinnur með Michael, þú þarft dagatal.“ 4. Scream (1995) Geimskip var byggt fyrir þessar tökur og heldur leikstjórinn Mark Romanek því fram að þetta sé dýrasta tónlistarmyndband allra tíma, en það kostaði sjö milljónir dollara, tæplega átta hundruð milljónir króna. Í laginu tekur Michael höndum saman við systur sína Janet Jackson og er myndbandið sprottið úr ást Marks á kvikmyndunum 2001: A Space Odyssey og Les Enfants Terrible. „Við fengum aðeins tvær vikur til að hanna og byggja stórar sviðsmyndir. Eina leiðin til að ná því var að nota mikinn mannafla og peninga,“ segir Mark. „[Michael og Janet] unnu hvort öðru greinilega mjög mikið og voru mjög spennt að fá að dansa saman fyrir framan myndavélar í fyrsta sinn,“ bætir Mark við. „Það kom mér á óvart hvað hann var venjulegur, vingjarnlegur og aðgengilegur. Ég eyddi miklum tíma með honum og við töluðum um áhugamál okkar, bíómyndir og hitt og þetta. Hann var heillandi og virtist hafa raunverulegan áhuga á því sem ég hafði að segja og skoðunum mínum,“ segir Mark. 3. Billie Jean (1983) Billie Jean náði toppnum á bandaríska vinsældarlistanum áður en myndbandið var sýnt á MTV. Leikstjórinn Steve Barron fékk ekki nægan pening til að nota göngustíg sem lýstist upp þegar Michael gekk á honum því myndband við lagið Thriller hafði kostað svo mikið. Því fékk hann rafvirkja sem gerði það jafnóðum. „Þegar hann gekk eftir viðlagið hugsaði ég: Fjandinn, þetta er ótrúlegt. Hann er ótrúlegur,“ segir Steve. „Við tókum fyrstu tökuna og þegar henni lauk byrjuðu allir að klappa. Við vissum að við hefðum séð nýja súperstjörnu fæðast,“ bætir hann við. 2. Bad (1987) Michael Jackson og leikstjórinn Martin Scorsese tóku höndum saman og bjuggu til þetta átján mínútna myndband. Það var tekið upp í Harlem og var leikarinn Wesley Snipes fenginn til að leika í þessu svarthvíta myndbandi. Slagsmálaatriði í anda West Side Story var síðan hápunktur myndbandsins. „Við fórum fram úr tímatakmörkunum: við eyddum tveimur og hálfri viku bara í dansatriðið. Ég var hugfanginn af því,“ segir Martin. „Ég man eftir því að hafa hitt hann [Michael] á Beverly Hills-hótelinu. Hann var mjög hljóðlátur. Fyrsta sem hann spurði mig var: Þekkirðu Michaelangelo? Og ég sagði: Já! Og við byrjuðum að tala um Michaelangelo. Hann var nýbúinn að uppgötva málverk hans, Sixtínsku kappelluna og höggmyndirnar. Hann var mjög hrifinn af því öllu,“ segir Martin en danshöfundurinn Michael Chapman, maðurinn á bak við slagsmálasenurnar í Raging Bull, samdi dansinn. „Michael vissi nákvæmlega hvað hann vildi þegar kom að dansinum. Hann hafði áhyggjur af því að allur líkami hans sæist ekki, eins og flestir stórkostlegir dansarar. En ég var búinn að hugsa aðra hluti. Mig langaði að nota nærmyndir og elta hann með myndavélinni. Hann skildi það að lokum. Ég fann aldrei fyrir mótstöðu. Hann var opinn fyrir öllu,“ segir Martin. 1. Thriller (1983) Thriller var mikilvægasta stund tónlistarsögunnar síðan Bítlarnir rokkuðu hjá Ed Sullivan. Myndbandið kostaði mikið og leikstjórinn John Landis segir forstjóra CBS Records, Walter Yetnikoff, hafa öskrað og blótað þegar hann fékk fjárhagsáætlunina í hendurnar. „Thriller hafði ljóma Hollywood, tæknibrellusnillingurinn Rick Baker breytti súperstjörnu, sem var frekar feimin, í rándýr og danshöfundurinn Michael Peters hjálpaði til með að skapa goðsagnakenndan dans,“ segir John. „Hann er ekki menntaður dansari. Hann sagði við mig að hann vildi eitthvað sem væri heitt og reitt. Hann lýsti þessu á tilfinningalegan hátt,“ bætir Michael Peters við.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira