Heilræði fyrir hösslið sigga dögg kynfræðingur skrifar 28. júní 2014 11:00 Þarf sérstaka tækni til að heilla konur? Mynd/Getty Nú eru graðir túristar mikið í umræðunni. Þeir hafa heyrt af fagurri kvenþjóð sem heillast af útlenskunni og þráir ekkert heitar en að fá að gista eina nótt á hótelum bæjarins, og fá svo kannski flíspeysi og lundastyttu í kveðjugjöf frá hinum raunsarlega heimsborgara daginn eftir.Ég man eftir því þegar hinar víðfrægu „Dirty weekends“ auglýsingar birtust að þá sögðust allir bandaríkjamenn vera frá New York. Þegar ég gekk á einn slíkan og vildi vita nákvæmlega í hvaða hverfi hann byggi þá kom upp úr krafsinu að kauði var frá Ohio (frekar glatað skilst mér). Honum hafði verið sagt að segjast vera frá New York því íslenskar konur væru svo „swag“ fyrir þeirri borg. Það væri víst gullni miðinn upp í rúm. Nema hvað, það er allskonar skrifað um hvernig megi tæla konur upp í rúm (ég reyndar velti því fyrir mér hvort þessi sömu ráð ættu ekki að virka fyrir konur á karla, karla á karla og konur á konur?). Eitt þekktasta dæmi er bókin „The Game“ eftir Neil Strauss. Þar eiga að leynast skotheld ráð til þess að næla sér í hvaða dömu sem er. Íslenskar konur virðast vera frábrugðnar öðrum dömum því herra Roosh fann sig knúin til að skrifa sérstaka bók um hvernig megi tæla íslenskar konur.Fylgdu þessu ráðum og örvar Amors munu finna þigMynd/GettyMig svimar yfir öllum þessum „ráðum“, fyrir utan það að hver nennir að lesa heila bók um tælingu þegar við vitum að maður þarf bara að detta niður á næsta bar og vona að það sé aðfaranótt sunnudags og klukkan að detta í þrjú. En grínlaust. Konur eru ekki frá Mars, og þær borða ekki bara Snickers. Hér eru fullkomin hössl-ráð sem geta ekki klikkað:1. Vertu þú sjálf/-ur2. Segðu það sem þú meinar og meinaðu það sem þú segir3. Ekki vera andfúl/-ll Gangi þér vel um helgina og mundu, þessi ráð klikka aldrei og virka óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kyngervi og þjóðerni! (ef þig langar samt enn rosalega að lesa um tælingu, kíktu þá frekar á þessa hér) Heilsa Lífið Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Nú eru graðir túristar mikið í umræðunni. Þeir hafa heyrt af fagurri kvenþjóð sem heillast af útlenskunni og þráir ekkert heitar en að fá að gista eina nótt á hótelum bæjarins, og fá svo kannski flíspeysi og lundastyttu í kveðjugjöf frá hinum raunsarlega heimsborgara daginn eftir.Ég man eftir því þegar hinar víðfrægu „Dirty weekends“ auglýsingar birtust að þá sögðust allir bandaríkjamenn vera frá New York. Þegar ég gekk á einn slíkan og vildi vita nákvæmlega í hvaða hverfi hann byggi þá kom upp úr krafsinu að kauði var frá Ohio (frekar glatað skilst mér). Honum hafði verið sagt að segjast vera frá New York því íslenskar konur væru svo „swag“ fyrir þeirri borg. Það væri víst gullni miðinn upp í rúm. Nema hvað, það er allskonar skrifað um hvernig megi tæla konur upp í rúm (ég reyndar velti því fyrir mér hvort þessi sömu ráð ættu ekki að virka fyrir konur á karla, karla á karla og konur á konur?). Eitt þekktasta dæmi er bókin „The Game“ eftir Neil Strauss. Þar eiga að leynast skotheld ráð til þess að næla sér í hvaða dömu sem er. Íslenskar konur virðast vera frábrugðnar öðrum dömum því herra Roosh fann sig knúin til að skrifa sérstaka bók um hvernig megi tæla íslenskar konur.Fylgdu þessu ráðum og örvar Amors munu finna þigMynd/GettyMig svimar yfir öllum þessum „ráðum“, fyrir utan það að hver nennir að lesa heila bók um tælingu þegar við vitum að maður þarf bara að detta niður á næsta bar og vona að það sé aðfaranótt sunnudags og klukkan að detta í þrjú. En grínlaust. Konur eru ekki frá Mars, og þær borða ekki bara Snickers. Hér eru fullkomin hössl-ráð sem geta ekki klikkað:1. Vertu þú sjálf/-ur2. Segðu það sem þú meinar og meinaðu það sem þú segir3. Ekki vera andfúl/-ll Gangi þér vel um helgina og mundu, þessi ráð klikka aldrei og virka óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kyngervi og þjóðerni! (ef þig langar samt enn rosalega að lesa um tælingu, kíktu þá frekar á þessa hér)
Heilsa Lífið Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira